Vaktin: Segja Pútín enn vilja meira af Úkraínu Bjarki Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 14. júní 2022 07:27 Bandaríkjamenn telja vonir Pútíns ekki lengur í takt við getu rússneska hersins. AP/Evgeny Biyatov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vill enn ná tökum á meirihluta Úkraínu, ef ekki öllu ríkinu, þá þær áætlanir hafi misheppnast í upphafi innrásar Rússa. Þetta telja Bandaríkjamenn stöðuna en þeir segja ólíklegt að Rússar hafi burði til að ná þessum markmiðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hversveitir Rússlands hafa náð tökum á um 80 prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk. Eins og áður hefur komið fram eru allar brýrnar úr borginni ónýtar en Úkraínumenn segjast enn reyna að flytja óbreytta og særða borgara á brott, þó það sé erfitt. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að barátta Úkraínumanna og Rússa um Donbas-hérað sé sú grimmilegasta í sögu Evrópu. Hann segir að mannfall Úkraínu í baráttunni sé gríðarlegt. Úkraínsk yfirvöld sögðu í gær að önnur fjöldagröf með óbreyttum borgurum hafi fundist nærri Bucha, rétt hjá Kænugarði. Í gröfinni voru sjö lík. Mikhail Kasyanov, fyrrum forsætisráðherra Rússlands, telur að stríðið milli Úkraínu og Rússlands muni standa yfir næstu tvö árin. Enn á eftir að bera kennsl á um tólfhundruð lík sem fundist hafa í fjöldagröfum í Úkraínu samkvæmt ríkislögreglustjóranum þar í landi, Ihor Klymenko. Talið er að um fimmtán þúsund auðkýfingar með auðæfi metin á yfir milljón dollara, 130 milljónir íslenskra króna, muni flýja Rússland á þessu ári. Borgirnar Luhansk og Donetsk eru staðsettar í samnefndum héröðum, og mynda héröðin tvö Luhansk og Donetsk Donbas-svæðið.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hversveitir Rússlands hafa náð tökum á um 80 prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk. Eins og áður hefur komið fram eru allar brýrnar úr borginni ónýtar en Úkraínumenn segjast enn reyna að flytja óbreytta og særða borgara á brott, þó það sé erfitt. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að barátta Úkraínumanna og Rússa um Donbas-hérað sé sú grimmilegasta í sögu Evrópu. Hann segir að mannfall Úkraínu í baráttunni sé gríðarlegt. Úkraínsk yfirvöld sögðu í gær að önnur fjöldagröf með óbreyttum borgurum hafi fundist nærri Bucha, rétt hjá Kænugarði. Í gröfinni voru sjö lík. Mikhail Kasyanov, fyrrum forsætisráðherra Rússlands, telur að stríðið milli Úkraínu og Rússlands muni standa yfir næstu tvö árin. Enn á eftir að bera kennsl á um tólfhundruð lík sem fundist hafa í fjöldagröfum í Úkraínu samkvæmt ríkislögreglustjóranum þar í landi, Ihor Klymenko. Talið er að um fimmtán þúsund auðkýfingar með auðæfi metin á yfir milljón dollara, 130 milljónir íslenskra króna, muni flýja Rússland á þessu ári. Borgirnar Luhansk og Donetsk eru staðsettar í samnefndum héröðum, og mynda héröðin tvö Luhansk og Donetsk Donbas-svæðið.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira