Erlent

Vaktin: Putin og Xi Jinping semja um frekara samstarf

Bjarki Sigurðsson skrifar
Putin og Xi Jinping hefja frekara samstarf.
Putin og Xi Jinping hefja frekara samstarf. EPA/MARK R. CRISTINO

Rússar ákváðu í morgun að opna svokallaðan mannúðargang frá úkraínsku borginni Severodonetsk en þeir hafa nú náð stærstum hluta borgarinnar á sitt vald. Gangurinn á vera opinn í tólf klukkutíma en þeir sem kjósa að forða sér frá borginni þurfa þó að fara í norður, þar sem Rússar ráða ríkjum.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Helstu vendingar:

  • Varnarmálaráðherrar frá löndum um allan heim munu funda í dag í Brussel þar sem rætt verður hvernig Atlantshafsbandalagið getur aðstoðað Úkraínu frekar.

  • Aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna telur að Pútín vilji enn meira landsvæði í Úkraínu en áður hefur verið gefið í ljós.
  • Joe Biden Bandaríkjaforseti vill byggja síló á landamærum Úkraínu svo hægt sé að flytja korn úr landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira
×