Ekkert saknæmt við dauða Lars Vilks Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2022 07:54 Lars Vilks hafði borist ótal líflátshótanir vegna Múhameðsteikninga eftir hann sem birtist í sænsku dagblaði árið 2007. EPA Lögregla í Svíþjóð hefur lokið við rannsókn á dauða listamannsins Lars Vilks og tveggja lögreglumanna sem fórust í bílslysi skammt frá Markaryd í Smálöndunum á síðasta ári. Niðurstaðan er sú að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Ráðist var í rannsóknina vegna mögulegs gruns um að Vilks hafi verið ráðinn bani, en hann naut lögregluverndar vegna ítrekaðra hótana sem honum hafði borist vegna teikninga sinna af Múhameð spámanni. Sænska lögreglan greindi frá niðurstöðu rannsóknarinnar í gær og sagði að um „hörmulegt slys“ hafi verið að ræða. Ítarleg rannsókn hafi verið gerð á slysinu, þar sem tæknirannsókn var gerð á slysstaðnum, bíllinn rannsakaður í bak og fyrir og rætt var við vitni. Frá slysstaðnum á E4-hraðbrautinni nærri Markaryd í október á síðasta ári.EPA Verið var að flytja Vilks í lögreglubíl eftir E4-hraðbrautinni þegar hann rakst á miklum hraða á vörubíl og varð alelda. Tveir lögreglumenn, auk hins 75 ára Vilks, létust í slysinu. Er talið líklegast að eitt dekkja lögreglubílsins hafi sprungið á ferð og við það hafi ökumaðurinn misst stjórn á bílnum og farið yfir á öfugan vegarhelming þar sem vörubíll kom aðvífandi. Ekki hafi verið um glæp að ræða. Listaverk Vilks, Nimis, á suðvesturströnd Skánar.EPA Vilks var meðal annars þekktur fyrir að hafa teiknað Múhameð spámann sem hund sem birtist í sænsku dagblaði árið 2007. Myndin vakti hörð viðbrögð og hafði Vilks ítrekað borist ótal líflátshótanir vegna þeirra. Árið 2015 var hann helsta skotmark hryðjuverkamanns sem gerði árás á menningarhúsið Krudttønden í Kaupmannahöfn. Vilks var þá hluti af ráðstefnu sem fram fór í húsinu. Einn lést í árásinni og þrír særðust, en Vilks slapp. Svíþjóð Tengdar fréttir Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55 Allt bendir til að um slys hafi verið að ræða en ætla að leita af sér allan grun Lögregla í Svíþjóð segir allt benda til að um slys hafi verið að ræða þegar bíll með listamanninn Lars Vilks og tvo lögreglumenn um borð, rakst á vörubíl á hraðbraut í sænsku Smálöndunum í gær. Vilks og lögreglumennirnir sem gættu hans, létust í árekstrinum, en ökumaður vörubílsins var fluttur á sjúkrahús. 4. október 2021 09:42 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Ráðist var í rannsóknina vegna mögulegs gruns um að Vilks hafi verið ráðinn bani, en hann naut lögregluverndar vegna ítrekaðra hótana sem honum hafði borist vegna teikninga sinna af Múhameð spámanni. Sænska lögreglan greindi frá niðurstöðu rannsóknarinnar í gær og sagði að um „hörmulegt slys“ hafi verið að ræða. Ítarleg rannsókn hafi verið gerð á slysinu, þar sem tæknirannsókn var gerð á slysstaðnum, bíllinn rannsakaður í bak og fyrir og rætt var við vitni. Frá slysstaðnum á E4-hraðbrautinni nærri Markaryd í október á síðasta ári.EPA Verið var að flytja Vilks í lögreglubíl eftir E4-hraðbrautinni þegar hann rakst á miklum hraða á vörubíl og varð alelda. Tveir lögreglumenn, auk hins 75 ára Vilks, létust í slysinu. Er talið líklegast að eitt dekkja lögreglubílsins hafi sprungið á ferð og við það hafi ökumaðurinn misst stjórn á bílnum og farið yfir á öfugan vegarhelming þar sem vörubíll kom aðvífandi. Ekki hafi verið um glæp að ræða. Listaverk Vilks, Nimis, á suðvesturströnd Skánar.EPA Vilks var meðal annars þekktur fyrir að hafa teiknað Múhameð spámann sem hund sem birtist í sænsku dagblaði árið 2007. Myndin vakti hörð viðbrögð og hafði Vilks ítrekað borist ótal líflátshótanir vegna þeirra. Árið 2015 var hann helsta skotmark hryðjuverkamanns sem gerði árás á menningarhúsið Krudttønden í Kaupmannahöfn. Vilks var þá hluti af ráðstefnu sem fram fór í húsinu. Einn lést í árásinni og þrír særðust, en Vilks slapp.
Svíþjóð Tengdar fréttir Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55 Allt bendir til að um slys hafi verið að ræða en ætla að leita af sér allan grun Lögregla í Svíþjóð segir allt benda til að um slys hafi verið að ræða þegar bíll með listamanninn Lars Vilks og tvo lögreglumenn um borð, rakst á vörubíl á hraðbraut í sænsku Smálöndunum í gær. Vilks og lögreglumennirnir sem gættu hans, létust í árekstrinum, en ökumaður vörubílsins var fluttur á sjúkrahús. 4. október 2021 09:42 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55
Allt bendir til að um slys hafi verið að ræða en ætla að leita af sér allan grun Lögregla í Svíþjóð segir allt benda til að um slys hafi verið að ræða þegar bíll með listamanninn Lars Vilks og tvo lögreglumenn um borð, rakst á vörubíl á hraðbraut í sænsku Smálöndunum í gær. Vilks og lögreglumennirnir sem gættu hans, létust í árekstrinum, en ökumaður vörubílsins var fluttur á sjúkrahús. 4. október 2021 09:42
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent