„Hann brýtur á KR-ingnum sem verður til þess að hann sparkar í andlitið á Árna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 12:00 Árni Snær leit ekki vel út eftir jöfnunarmark KR. Vísir/Diego Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, fékk vænan skurð þegar KR jafnaði metin í uppbótartíma er liðin mættust á Meistaravöllum í Bestu deild karla í fótbolta á miðvikudag. Leikurinn var hin besta skemmtun enda nóg af mörkum og umdeildum atriðum. Eitt þeirra kom undir lokin er KR jafaði metin í 3-3. Gestirnir voru vægast sagt ósáttir en sérfræðingar Stúkunnar voru ekki á sama máli. Í baráttunni við Alex Davey snýst Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR, í hring og slengir fætinum á endanum í gagnaugað á Árna Snæ markverði með tilheyrandi afleiðingum. Farið var yfir atvikið í Stúkunni eftir leik og allir á því að um algjört óviljaverk væri að ræða. „Þetta var bara slys, það sést langar leiðir. Fóturinn fer ansi hressilega upp en það er alveg ljóst að þetta er ekki viljaverk. Að sama skapi hefði verið hægt að dæma víti á þetta upp á það að gera,“ sagði Máni Pétursson um atvikið. „Þetta er mjög klaufalegt hjá Davey. Hann brýtur á KR-ingnum sem verður til þess að hann sparkar í andlitið á Árna. Í rauninni þegar Árni fær höggið er boltinn komið í netið,“ bætti Lárus Orri Sigurðsson við. Árni Snær var ekki sáttur.Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hafði þetta um atvikið að segja í viðtali við Vísi eftir leik: „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alex hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi.“ Atvikið og umræðuna í Stúkunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Jöfnunarmark KR í uppbótartíma og skurðurinn sem Árni Snær fékk Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan ÍA KR Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Leikurinn var hin besta skemmtun enda nóg af mörkum og umdeildum atriðum. Eitt þeirra kom undir lokin er KR jafaði metin í 3-3. Gestirnir voru vægast sagt ósáttir en sérfræðingar Stúkunnar voru ekki á sama máli. Í baráttunni við Alex Davey snýst Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR, í hring og slengir fætinum á endanum í gagnaugað á Árna Snæ markverði með tilheyrandi afleiðingum. Farið var yfir atvikið í Stúkunni eftir leik og allir á því að um algjört óviljaverk væri að ræða. „Þetta var bara slys, það sést langar leiðir. Fóturinn fer ansi hressilega upp en það er alveg ljóst að þetta er ekki viljaverk. Að sama skapi hefði verið hægt að dæma víti á þetta upp á það að gera,“ sagði Máni Pétursson um atvikið. „Þetta er mjög klaufalegt hjá Davey. Hann brýtur á KR-ingnum sem verður til þess að hann sparkar í andlitið á Árna. Í rauninni þegar Árni fær höggið er boltinn komið í netið,“ bætti Lárus Orri Sigurðsson við. Árni Snær var ekki sáttur.Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hafði þetta um atvikið að segja í viðtali við Vísi eftir leik: „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alex hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi.“ Atvikið og umræðuna í Stúkunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Jöfnunarmark KR í uppbótartíma og skurðurinn sem Árni Snær fékk Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan ÍA KR Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira