Hlutur Róberts metinn á um 226 milljarða króna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. júní 2022 20:01 Róbert Wessman á ennþá um 36% hlut í Alvotech sem er metið á um 630 milljarða króna. NASDAQ Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessman var í dag skráð á markað í Bandaríkjunum aðeins tíu árum eftir stofnun. Þá er fyrsta lyf fyrirtækisins nú komið í dreifingu í Kanada og Evrópu eftir að dómssátt náðist um leyfismál. Alvotech varð í dag eina íslenska fyrirtækið sem skráð er í NASDAQ kauphöllinni í New York. Skráningin tók gildi að loknum samruna við yfirtökufélagið Oaktree. Þá tóku innlendir og alþjóðlegir fjárfestar þátt í hlutafjáraukningu að andvirði um tuttugu og þriggja milljarða íslenskra króna króna á genginu 10 dollara á hlut eða sem samsvarar um eitt þúsund og þrjú hundruð krónum. Bandarískir fréttamiðlar gerðu skráningunni skil í dag. Stefnt er að því að setja fyrirtækið á markað í íslensku kauphöllinni 23. júní. Tíu ár eru síðan Róbert Wessman stofnaði Alvotech sem hefur síðustu ár unnið að þróun átta líftæknihliðstæðulyfja. Róbert segir að afar vel hafi gengið að fá inn nýtt hlutafé og þó markaðir vestra séu í mikilli óvissu er hann bjartsýnn á gengi félagsins. „Við munum svo bíða og sjá hvernig það mun ganga á næstu dögum og vikum,“ segir hann. Félaginu gekk nokkuð vel í kauphöllinni vestra í dag. Fyrirtækið hefur fengið markaðleyfi fyrir fyrsta líftæknihliðstæðulyf í Evrópu og Kanada, Humira, eftir dómsátt við annað lyfjafyrirtæki þar sem tekist var á um leyfismál og trúnaðarupplýsingar. Þá fær fyrirtækið að hefja sölu lyfsins í Bandaríkjunum á næsta ári. „Það var gríðarlegur áfangasigur að ná dómssátt á þessum forsendum,“ segir hann. Róbert á enn þá um 36% hlut í Alvotech sem er metið á um 630 milljarða króna, hlutur hans er því um 226 milljarða króna. Nokkuð hefur gustað um persónu Róberts í fjölmiðlum hér á landi undanfarin misseri. Hann segir að það hafi engin áhrif á setu sína sem stjórnarformaður fyrirtækisins. „Ég mun halda áfram að styðja við félagið alla vega næstu árin,“ segir Róbert. Kauphöllin Lyf Íslenskir bankar Líftækni Alvotech Tengdar fréttir Stærsta stund ferilsins í dag Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. 16. júní 2022 13:16 Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00 Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Alvotech varð í dag eina íslenska fyrirtækið sem skráð er í NASDAQ kauphöllinni í New York. Skráningin tók gildi að loknum samruna við yfirtökufélagið Oaktree. Þá tóku innlendir og alþjóðlegir fjárfestar þátt í hlutafjáraukningu að andvirði um tuttugu og þriggja milljarða íslenskra króna króna á genginu 10 dollara á hlut eða sem samsvarar um eitt þúsund og þrjú hundruð krónum. Bandarískir fréttamiðlar gerðu skráningunni skil í dag. Stefnt er að því að setja fyrirtækið á markað í íslensku kauphöllinni 23. júní. Tíu ár eru síðan Róbert Wessman stofnaði Alvotech sem hefur síðustu ár unnið að þróun átta líftæknihliðstæðulyfja. Róbert segir að afar vel hafi gengið að fá inn nýtt hlutafé og þó markaðir vestra séu í mikilli óvissu er hann bjartsýnn á gengi félagsins. „Við munum svo bíða og sjá hvernig það mun ganga á næstu dögum og vikum,“ segir hann. Félaginu gekk nokkuð vel í kauphöllinni vestra í dag. Fyrirtækið hefur fengið markaðleyfi fyrir fyrsta líftæknihliðstæðulyf í Evrópu og Kanada, Humira, eftir dómsátt við annað lyfjafyrirtæki þar sem tekist var á um leyfismál og trúnaðarupplýsingar. Þá fær fyrirtækið að hefja sölu lyfsins í Bandaríkjunum á næsta ári. „Það var gríðarlegur áfangasigur að ná dómssátt á þessum forsendum,“ segir hann. Róbert á enn þá um 36% hlut í Alvotech sem er metið á um 630 milljarða króna, hlutur hans er því um 226 milljarða króna. Nokkuð hefur gustað um persónu Róberts í fjölmiðlum hér á landi undanfarin misseri. Hann segir að það hafi engin áhrif á setu sína sem stjórnarformaður fyrirtækisins. „Ég mun halda áfram að styðja við félagið alla vega næstu árin,“ segir Róbert.
Kauphöllin Lyf Íslenskir bankar Líftækni Alvotech Tengdar fréttir Stærsta stund ferilsins í dag Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. 16. júní 2022 13:16 Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00 Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Stærsta stund ferilsins í dag Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. 16. júní 2022 13:16
Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00
Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26