Hlutur Róberts metinn á um 226 milljarða króna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. júní 2022 20:01 Róbert Wessman á ennþá um 36% hlut í Alvotech sem er metið á um 630 milljarða króna. NASDAQ Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessman var í dag skráð á markað í Bandaríkjunum aðeins tíu árum eftir stofnun. Þá er fyrsta lyf fyrirtækisins nú komið í dreifingu í Kanada og Evrópu eftir að dómssátt náðist um leyfismál. Alvotech varð í dag eina íslenska fyrirtækið sem skráð er í NASDAQ kauphöllinni í New York. Skráningin tók gildi að loknum samruna við yfirtökufélagið Oaktree. Þá tóku innlendir og alþjóðlegir fjárfestar þátt í hlutafjáraukningu að andvirði um tuttugu og þriggja milljarða íslenskra króna króna á genginu 10 dollara á hlut eða sem samsvarar um eitt þúsund og þrjú hundruð krónum. Bandarískir fréttamiðlar gerðu skráningunni skil í dag. Stefnt er að því að setja fyrirtækið á markað í íslensku kauphöllinni 23. júní. Tíu ár eru síðan Róbert Wessman stofnaði Alvotech sem hefur síðustu ár unnið að þróun átta líftæknihliðstæðulyfja. Róbert segir að afar vel hafi gengið að fá inn nýtt hlutafé og þó markaðir vestra séu í mikilli óvissu er hann bjartsýnn á gengi félagsins. „Við munum svo bíða og sjá hvernig það mun ganga á næstu dögum og vikum,“ segir hann. Félaginu gekk nokkuð vel í kauphöllinni vestra í dag. Fyrirtækið hefur fengið markaðleyfi fyrir fyrsta líftæknihliðstæðulyf í Evrópu og Kanada, Humira, eftir dómsátt við annað lyfjafyrirtæki þar sem tekist var á um leyfismál og trúnaðarupplýsingar. Þá fær fyrirtækið að hefja sölu lyfsins í Bandaríkjunum á næsta ári. „Það var gríðarlegur áfangasigur að ná dómssátt á þessum forsendum,“ segir hann. Róbert á enn þá um 36% hlut í Alvotech sem er metið á um 630 milljarða króna, hlutur hans er því um 226 milljarða króna. Nokkuð hefur gustað um persónu Róberts í fjölmiðlum hér á landi undanfarin misseri. Hann segir að það hafi engin áhrif á setu sína sem stjórnarformaður fyrirtækisins. „Ég mun halda áfram að styðja við félagið alla vega næstu árin,“ segir Róbert. Kauphöllin Lyf Íslenskir bankar Líftækni Alvotech Tengdar fréttir Stærsta stund ferilsins í dag Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. 16. júní 2022 13:16 Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00 Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Alvotech varð í dag eina íslenska fyrirtækið sem skráð er í NASDAQ kauphöllinni í New York. Skráningin tók gildi að loknum samruna við yfirtökufélagið Oaktree. Þá tóku innlendir og alþjóðlegir fjárfestar þátt í hlutafjáraukningu að andvirði um tuttugu og þriggja milljarða íslenskra króna króna á genginu 10 dollara á hlut eða sem samsvarar um eitt þúsund og þrjú hundruð krónum. Bandarískir fréttamiðlar gerðu skráningunni skil í dag. Stefnt er að því að setja fyrirtækið á markað í íslensku kauphöllinni 23. júní. Tíu ár eru síðan Róbert Wessman stofnaði Alvotech sem hefur síðustu ár unnið að þróun átta líftæknihliðstæðulyfja. Róbert segir að afar vel hafi gengið að fá inn nýtt hlutafé og þó markaðir vestra séu í mikilli óvissu er hann bjartsýnn á gengi félagsins. „Við munum svo bíða og sjá hvernig það mun ganga á næstu dögum og vikum,“ segir hann. Félaginu gekk nokkuð vel í kauphöllinni vestra í dag. Fyrirtækið hefur fengið markaðleyfi fyrir fyrsta líftæknihliðstæðulyf í Evrópu og Kanada, Humira, eftir dómsátt við annað lyfjafyrirtæki þar sem tekist var á um leyfismál og trúnaðarupplýsingar. Þá fær fyrirtækið að hefja sölu lyfsins í Bandaríkjunum á næsta ári. „Það var gríðarlegur áfangasigur að ná dómssátt á þessum forsendum,“ segir hann. Róbert á enn þá um 36% hlut í Alvotech sem er metið á um 630 milljarða króna, hlutur hans er því um 226 milljarða króna. Nokkuð hefur gustað um persónu Róberts í fjölmiðlum hér á landi undanfarin misseri. Hann segir að það hafi engin áhrif á setu sína sem stjórnarformaður fyrirtækisins. „Ég mun halda áfram að styðja við félagið alla vega næstu árin,“ segir Róbert.
Kauphöllin Lyf Íslenskir bankar Líftækni Alvotech Tengdar fréttir Stærsta stund ferilsins í dag Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. 16. júní 2022 13:16 Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00 Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Stærsta stund ferilsins í dag Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. 16. júní 2022 13:16
Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00
Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26