Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 13:53 Rússneskt herskip sigldi inn í danska landhelgi í nótt og í morgun. Þetta er ekki fyrsta sinn sem rússnesk skip ggera það án leyfis en á myndinni má sjá staðsetningu rússnesks herskips á vefsíðunni Marine Traffic sem sigldi inn í danska landhelgi án leyfis í lok janúar 2021. Getty/Jens Büttner Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi í nótt og í morgun. Skipið var á siglingu í norðurhluta Eystrasaltsins nærri dönsku eyjunni Bornholm. Samkvæmt tilkynningu frá danska hernum var fjöldi danskra þingmanna og athafnafólks á eyjunni vegna lýðræðishátíðar sem fer þar fram um helgina. Rússneska herskipið sigldi inn í landhelgi Danmerkur án leyfis klukkan 00:30 í nótt að íslenskum tíma og aftur nokkrum klukkustundum síðar. Þetta segir danski herinn í tilkynningu. Skipið yfirgaf landhelgina eftir að danski herinn náði við það sambandi. Dönsk yfirvöld segja atvikið „óásættanlega ögrun.“ „Einstaklega óábyrg, viðbjóðsleg og algjörlega óásættanleg rússnesk ögrun á miðri #fmdk,“ skrifaði Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur í tísti og vísaði þar til Lýðræðishátíðar Danmerkur. Hátíðin er haldin ár hvert og hátt settir embættismenn mæta á hana, þar á meðal Kofod og Mette Frederiksen forsætisráðherra. „Eineltistilburðir duga ekki gegn Danmörku,“ skrifaði Kofod og bætti við að rússneski sendiherrann hafi verið boðaður til fundar vegna atviksins. Et russisk militærfartøj har i nat to gange krænket dansk territorialfarvandEn dybt uansvarlig, grov og fuldstændig uacceptabel russisk provokation midt under #fmdkBøllemetoder virker ikke mod DanmarkRussiske ambassadør hasteindkaldt i Udenrigsministeriet#dkpol #WeAreNATO— Jeppe Kofod (@JeppeKofod) June 17, 2022 Morten Bodskov varnarmálaráðherra sagði að herskipið hafi ekki ógnað hátíðinni eða gestum hennar. „Við verðum bara að sætta okkur við það að Eystrasaltið verður svæði sem deilt verður um,“ sagði Bodskov og bætti því við að þetta er ekki fyrsta sinn sem Rússar fari inn fyrir landhelgi Danmerkur í leyfisleysi. Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. 17. júní 2022 11:06 Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58 Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Rússneska herskipið sigldi inn í landhelgi Danmerkur án leyfis klukkan 00:30 í nótt að íslenskum tíma og aftur nokkrum klukkustundum síðar. Þetta segir danski herinn í tilkynningu. Skipið yfirgaf landhelgina eftir að danski herinn náði við það sambandi. Dönsk yfirvöld segja atvikið „óásættanlega ögrun.“ „Einstaklega óábyrg, viðbjóðsleg og algjörlega óásættanleg rússnesk ögrun á miðri #fmdk,“ skrifaði Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur í tísti og vísaði þar til Lýðræðishátíðar Danmerkur. Hátíðin er haldin ár hvert og hátt settir embættismenn mæta á hana, þar á meðal Kofod og Mette Frederiksen forsætisráðherra. „Eineltistilburðir duga ekki gegn Danmörku,“ skrifaði Kofod og bætti við að rússneski sendiherrann hafi verið boðaður til fundar vegna atviksins. Et russisk militærfartøj har i nat to gange krænket dansk territorialfarvandEn dybt uansvarlig, grov og fuldstændig uacceptabel russisk provokation midt under #fmdkBøllemetoder virker ikke mod DanmarkRussiske ambassadør hasteindkaldt i Udenrigsministeriet#dkpol #WeAreNATO— Jeppe Kofod (@JeppeKofod) June 17, 2022 Morten Bodskov varnarmálaráðherra sagði að herskipið hafi ekki ógnað hátíðinni eða gestum hennar. „Við verðum bara að sætta okkur við það að Eystrasaltið verður svæði sem deilt verður um,“ sagði Bodskov og bætti því við að þetta er ekki fyrsta sinn sem Rússar fari inn fyrir landhelgi Danmerkur í leyfisleysi.
Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. 17. júní 2022 11:06 Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58 Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. 17. júní 2022 11:06
Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58
Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02