Hlutabréfaverð lækkaði eftir að Nova var hringt inn í Kauphöllina Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. júní 2022 12:31 Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, og Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, þegar bjöllunni var hringt í morgun. Nova var hringt inn í Kauphöllina í morgun klukkan hálf tíu en gengi hlutabréfa lækkaði fljótlega um tíu prósent frá fyrstu viðskiptum. Greinandi hjá Jakobsson Capital segir það afskaplega slæmt fyrir Nova og Arion, sem hélt úboðið, og telur þetta dæmi um að menn þurfi að vanda betur til verka. Fyrstu viðskipti með hlutabréf Nova hófust klukkan hálf tíu og var bjöllunni hringt í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Lágmúla. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, var bjartsýn á framhaldið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun við opnun markaða. „Við höldum bara áfram að hlúa að þeim markmiðum sem að við höfum verið að hlúa að í ferðalaginu hjá okkur síðastliðin fimmtán ár. Að eiga ánægðustu viðskiptavinina, hlúa að starfsfólkinu og vera besti vinnustaðurinn. Halda áfram að byggja upp sterka innviði og vera með besta netsambandið og að vera með sterkasta vörumerkið hjá okkur. Þannig trúi ég að við höldum áfram að vaxa og dafna,“ sagði Margrét. Verð á hlut stendur nú í 4,68 krónum. Athygli vekur þó að hlutabréfin höfðu lækkað í verði um tíu prósent nokkrum klukkustundum eftir fyrstu viðskipti dagsins. Gengi hlutabréfa við opnun markaða var 5,11 krónur en stendur þegar þetta er skrifað í rúmlega 4,6 krónum á hlut. Lægst fór verðið niður í 4,52 krónur. Vanda þurfi til verka Snorri Jakobsson, hjá Jakobsson Capital, segist ekki muna eftir því á íslenskum markaði að hlutabréf falli í verði með þessum hætti á fyrstu klukkustundunum. „Þetta er afskaplega slæmt fyrir Nova og þann sem hélt útboðið, Arion banka. Þetta eru kannski ákveðnir álitshnekkir,“ segir Snorri. Nova seldi 45 prósent hlutafjár síns í útboði fyrr í mánuðinum, að andvirði 8,7 milljarða króna, en seljendur höfðu þá ákveðið að stækka útboðið um 20 prósent, þrátt fyrir að ekki hafi verið umfram eftirspurn hjá fagfjárfestum. „Þetta kannski kennir manni að fara sér hægt og vanda sig meira þegar menn eru að skrá, það vantaði svolítið svona kjölfestu fagfjárfestanna sem eru styrkasta stoðin í eigendahópnum,“ segir Snorri. Ómögulegt er þó að segja til um hvernig málin muni þróast og því verði tíminn að leiða í ljós hverjar langtímaafleiðingarnar verða fyrir Nova. Fjarskipti Kauphöllin Nova Tengdar fréttir Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum. 14. júní 2022 16:05 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Sjá meira
Fyrstu viðskipti með hlutabréf Nova hófust klukkan hálf tíu og var bjöllunni hringt í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Lágmúla. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, var bjartsýn á framhaldið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun við opnun markaða. „Við höldum bara áfram að hlúa að þeim markmiðum sem að við höfum verið að hlúa að í ferðalaginu hjá okkur síðastliðin fimmtán ár. Að eiga ánægðustu viðskiptavinina, hlúa að starfsfólkinu og vera besti vinnustaðurinn. Halda áfram að byggja upp sterka innviði og vera með besta netsambandið og að vera með sterkasta vörumerkið hjá okkur. Þannig trúi ég að við höldum áfram að vaxa og dafna,“ sagði Margrét. Verð á hlut stendur nú í 4,68 krónum. Athygli vekur þó að hlutabréfin höfðu lækkað í verði um tíu prósent nokkrum klukkustundum eftir fyrstu viðskipti dagsins. Gengi hlutabréfa við opnun markaða var 5,11 krónur en stendur þegar þetta er skrifað í rúmlega 4,6 krónum á hlut. Lægst fór verðið niður í 4,52 krónur. Vanda þurfi til verka Snorri Jakobsson, hjá Jakobsson Capital, segist ekki muna eftir því á íslenskum markaði að hlutabréf falli í verði með þessum hætti á fyrstu klukkustundunum. „Þetta er afskaplega slæmt fyrir Nova og þann sem hélt útboðið, Arion banka. Þetta eru kannski ákveðnir álitshnekkir,“ segir Snorri. Nova seldi 45 prósent hlutafjár síns í útboði fyrr í mánuðinum, að andvirði 8,7 milljarða króna, en seljendur höfðu þá ákveðið að stækka útboðið um 20 prósent, þrátt fyrir að ekki hafi verið umfram eftirspurn hjá fagfjárfestum. „Þetta kannski kennir manni að fara sér hægt og vanda sig meira þegar menn eru að skrá, það vantaði svolítið svona kjölfestu fagfjárfestanna sem eru styrkasta stoðin í eigendahópnum,“ segir Snorri. Ómögulegt er þó að segja til um hvernig málin muni þróast og því verði tíminn að leiða í ljós hverjar langtímaafleiðingarnar verða fyrir Nova.
Fjarskipti Kauphöllin Nova Tengdar fréttir Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum. 14. júní 2022 16:05 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Sjá meira
Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum. 14. júní 2022 16:05
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf