Telur líklegt að Rússar skrúfi fyrir gasið í vetur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2022 23:30 Flæði um Nord Stream 1 gasleiðsluna hefur aðeins verið um 40 prósent af fullri flutningsgetu að undanförnu. Stefan Sauer/picture alliance via Getty Images) Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar telur líklegt að Rússar muni skrúfa fyrir gasleiðslurnar til Evrópu í vetur. Í viðtali við BBC sagði Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar, að mögulega væri þetta ekki líklegasti kosturinn í stöðunni en engu að síður eitthvað sem ríki Evrópu þyrftu að búa sig undir. Undanfarin ár hafa Rússar flutt inn gríðarlegt magn af gasi til Evrópu. Þar er gasið nýtt til orkuframleiðslu sem og húshitunar svo dæmi séu tekin. Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að ríki Evrópu hafa reynt að draga úr þörf á rússnesku gasi. Fyrir stríð er talið að um fjörutíu prósent af öllu gasi sem nýtt var í Evrópu kæmi frá Rússlandi. Nú er talið að um tuttugu prósent af gasinu komi frá Rússlandi. Greint hefur verið frá því að undanförnu hafi Rússar sent frá sér minna af gasi en gert var ráð fyrir. Rússar hafa kennt tæknilegum örðugleikum um og vísað því á bug að minnkandi framboð sé með ráðum gert af þeirra hálfu. Móttökustað fyrir gas frá Rússlandi nærri Magdeburg í Þýskalandi.Patrick Pleul/picture alliance via Getty Birol telur hins vegar að mögulegt sé að Rússar séu að minnka gasstreymið til að vinna sér inn taktíska stöðu fyrir veturinn. Bendir hann á að minnkandi framboð frá Rússum að undanförnu geri það að verkum að erfitt sé fyrir ríki Evrópu að fylla á gasbirgðirnar fyrir veturinn. „Ég myndi ekki útiloka það að Rússar finni einhver vandamál hér og þar og afsakanir til þess að senda minna af gasi en samið hefur verið um. Þeir munu jafn vel skrúfa alveg fyrir gasið,“ sagði Birol. Ríki Evrópusambandsins, auk annarra ríkja, hafa að undanförnu lagt umfangsmiklar efnahagsþvinganir á rússneskt efnahagslíf, til þess að refsa rússneskum stjórnvöldum fyrir innrásina í Úkraínu. Orkumál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar, að mögulega væri þetta ekki líklegasti kosturinn í stöðunni en engu að síður eitthvað sem ríki Evrópu þyrftu að búa sig undir. Undanfarin ár hafa Rússar flutt inn gríðarlegt magn af gasi til Evrópu. Þar er gasið nýtt til orkuframleiðslu sem og húshitunar svo dæmi séu tekin. Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að ríki Evrópu hafa reynt að draga úr þörf á rússnesku gasi. Fyrir stríð er talið að um fjörutíu prósent af öllu gasi sem nýtt var í Evrópu kæmi frá Rússlandi. Nú er talið að um tuttugu prósent af gasinu komi frá Rússlandi. Greint hefur verið frá því að undanförnu hafi Rússar sent frá sér minna af gasi en gert var ráð fyrir. Rússar hafa kennt tæknilegum örðugleikum um og vísað því á bug að minnkandi framboð sé með ráðum gert af þeirra hálfu. Móttökustað fyrir gas frá Rússlandi nærri Magdeburg í Þýskalandi.Patrick Pleul/picture alliance via Getty Birol telur hins vegar að mögulegt sé að Rússar séu að minnka gasstreymið til að vinna sér inn taktíska stöðu fyrir veturinn. Bendir hann á að minnkandi framboð frá Rússum að undanförnu geri það að verkum að erfitt sé fyrir ríki Evrópu að fylla á gasbirgðirnar fyrir veturinn. „Ég myndi ekki útiloka það að Rússar finni einhver vandamál hér og þar og afsakanir til þess að senda minna af gasi en samið hefur verið um. Þeir munu jafn vel skrúfa alveg fyrir gasið,“ sagði Birol. Ríki Evrópusambandsins, auk annarra ríkja, hafa að undanförnu lagt umfangsmiklar efnahagsþvinganir á rússneskt efnahagslíf, til þess að refsa rússneskum stjórnvöldum fyrir innrásina í Úkraínu.
Orkumál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira