Geta endanlega kveðið KR-grýluna í kút og sparkað henni út á hafsauga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 13:00 Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks á Meistaravöllum. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann loks sigur á KR er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta þann 25. apríl síðastliðinn. Þau mætast á nýjan leik á Kópavogsvelli í kvöld og getur topplið deildarinnar endanlega kveðið KR-grýlu sína í kútinn. Fyrir leikinn á Meistaravöllum undir lok apríl mánaðar höfðu KR-ingar haft gríðarlegt tak á grænklæddum Blikum. Fara þurfti aftur til 7. ágúst 2018 til að finna síðasta sigur Breiðabliks. Nú er öldin önnur og meira að segja hörðustu KR-ingar eiga erfitt með að sjá liðið ná í úrslit í kvöld. Á meðan Breiðablik hefur verið svo gott sem óstöðvandi í sumar, ef frá er talinn einn leikur á Hlíðarenda, þá hefur KR hikstað. Spilamennska KR-inga hefur á löngum köflum verið ágæt í sumar en illa hefur gengið að koma tuðrunni yfir línuna. Sem dæmi má benda á fyrri leik liðanna en þar hafði KR mikla yfirburði í fyrri hálfleik en eftir að Breiðablik komst yfir í upphafi þess síðari var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda. Skýrslan@KRreykjavik - @BreidablikFC pic.twitter.com/38UHEzqZAs— Besta deildin (@bestadeildin) April 26, 2022 Sá leikur kom sérstaklega á óvart þar sem Breiðablik spilaði töluvert einfaldari bolta en oft áður. Það virkaði heldur betur þar sem tvíeykið úr Mosfellsbæ – Ísak Snær Þorvaldsson og Jason Daði Svanþórsson – sáu um að tryggja stigin þrjú. Breiðablik mun eflaust leggja upp með stífari sóknarleik á Kópavogsvelli í kvöld enda mæta KR-ingar heldur vængbrotnir til leiks. Kristinn Jónsson og Grétar Snær Gunnarsson eru fjarri góðu gamni. Þá er spurning hversu leikfærir Pálmi Rafn Pálmason, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason eru. Kristinn Jónsson verður ekki með KR í kvöld.Vísir/Vilhelm Pálmi Rafn missti af leiknum gegn ÍA en spilaði svo allan leikinn gegn Stjörnunni á mánudaginn var. Arnór Sveinn var í byrjunarliðinu gegn ÍA, í fyrsta skipti í sumar, en þurfti að koma af velli. Hann spilaði svo síðustu mínúturnar gegn Stjörnunni. Kjartan Henry var svo tekinn af velli gegn Stjörnunni þegar KR vantaði mark en skömmu áður ku hann hafa beðist undan við að taka vítaspyrnu sem fór svo forgörðum. Þó Blikar hafi hikstað eftir að Besta deildin fór aftur af stað eftir landsleikjahlé þá minnti liðið heldur betur á sig gegn KA á mánudag. Nú er komið að því að kveða KR-grýluna endanlega í kútinn og sparka henni svo langt í burtu að hún sést aldrei aftur. Leikur Breiðabliks og KR hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira
Fyrir leikinn á Meistaravöllum undir lok apríl mánaðar höfðu KR-ingar haft gríðarlegt tak á grænklæddum Blikum. Fara þurfti aftur til 7. ágúst 2018 til að finna síðasta sigur Breiðabliks. Nú er öldin önnur og meira að segja hörðustu KR-ingar eiga erfitt með að sjá liðið ná í úrslit í kvöld. Á meðan Breiðablik hefur verið svo gott sem óstöðvandi í sumar, ef frá er talinn einn leikur á Hlíðarenda, þá hefur KR hikstað. Spilamennska KR-inga hefur á löngum köflum verið ágæt í sumar en illa hefur gengið að koma tuðrunni yfir línuna. Sem dæmi má benda á fyrri leik liðanna en þar hafði KR mikla yfirburði í fyrri hálfleik en eftir að Breiðablik komst yfir í upphafi þess síðari var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda. Skýrslan@KRreykjavik - @BreidablikFC pic.twitter.com/38UHEzqZAs— Besta deildin (@bestadeildin) April 26, 2022 Sá leikur kom sérstaklega á óvart þar sem Breiðablik spilaði töluvert einfaldari bolta en oft áður. Það virkaði heldur betur þar sem tvíeykið úr Mosfellsbæ – Ísak Snær Þorvaldsson og Jason Daði Svanþórsson – sáu um að tryggja stigin þrjú. Breiðablik mun eflaust leggja upp með stífari sóknarleik á Kópavogsvelli í kvöld enda mæta KR-ingar heldur vængbrotnir til leiks. Kristinn Jónsson og Grétar Snær Gunnarsson eru fjarri góðu gamni. Þá er spurning hversu leikfærir Pálmi Rafn Pálmason, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason eru. Kristinn Jónsson verður ekki með KR í kvöld.Vísir/Vilhelm Pálmi Rafn missti af leiknum gegn ÍA en spilaði svo allan leikinn gegn Stjörnunni á mánudaginn var. Arnór Sveinn var í byrjunarliðinu gegn ÍA, í fyrsta skipti í sumar, en þurfti að koma af velli. Hann spilaði svo síðustu mínúturnar gegn Stjörnunni. Kjartan Henry var svo tekinn af velli gegn Stjörnunni þegar KR vantaði mark en skömmu áður ku hann hafa beðist undan við að taka vítaspyrnu sem fór svo forgörðum. Þó Blikar hafi hikstað eftir að Besta deildin fór aftur af stað eftir landsleikjahlé þá minnti liðið heldur betur á sig gegn KA á mánudag. Nú er komið að því að kveða KR-grýluna endanlega í kútinn og sparka henni svo langt í burtu að hún sést aldrei aftur. Leikur Breiðabliks og KR hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira