Banchero valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar og Mobley bræður sameinaðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2022 16:30 Paolo Banchero mun spila fyrir Orlando Magic. ESPN Nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta fór fram með pompi og prakt í nótt. Paolo Banchero var valinn fyrstur og mun hann spila fyrir Orlando Magic á komandi tímabili. Paolo Banchero lék með Duka háskólanum og ætti að geta látið til sín taka strax á fyrsta tímabili með Orlando. Hann er sterkur framherji sem er þegar talinn líklegur til að vera valinn nýliði ársins. Chet Holmgren lék með Gonzaga, sama háskóla og Kári Árnason, fyrrverandi miðvörður íslenska landsliðsins, lék með um tíma. Holmgren er áhugaverður leikmaður en um er að ræða vel rúmlega tveggja metra háan mann sem getur varið hringinn og skotið þriggja stiga skotum. Er hann talinn einn áhugaverðasti leikmaður 2022 árgangsins. "I'm big on betting on myself" @ChetHolmgren pic.twitter.com/o6HCwbSuqM— NBA Draft (@NBADraft) June 24, 2022 Jabari Smith lék með Auburn háskóla og var lengi vel talið að hann yrði valinn fyrstur í ár. Hann þarf að bæta leik sinn á nokkrum sviðum en er góður skotmaður og sprækur varnarmaður. Talið er að hann muni passa vel með Jalen Green hjá Rockets. LETS GET IT pic.twitter.com/JaU79ignNa— Jabari Smith Jr (@jabarismithjr) June 24, 2022 Sacramento Kings átti fjórða valrétt og valdi Keegan Murrey. Detroit Pistons valdi Jaden Ivey þar á eftir. Á vef CBS Sports má finna alla 58 leikmennina sem valdir voru í nýliðavalinu sem og umsögn um þá. Ein af skemmtilegri sögum nýliðavalsins er sú að Cleveland Cavaliers valdi Isiah Mobley sem þýðir að hann mun nú spila með bróðir sínum, Evan, í NBA-deildinni eftir að hafa spilað saman í gagnfræði- og háskóla. Same HS Same college Same NBA team Isaiah Mobley is drafted by the Cavs, joining forces his brother once again pic.twitter.com/iSY9IcqLUr— ESPN (@espn) June 24, 2022 Sonur goðsagnarinnar Scottie Pippen, Scottie Pipper Jr., skrifaði undir samning við Los Angeles Lakers. Mun hann geta spilað bæði fyrir Lakers sem og G-deildarlið þeirra. Shareef O‘Neal, sonur annarrar goðsagnar, mun svo spila fyrir Lakers í sumardeild NBA en óvíst er hvort hann verði í NBA-deildinni á næstu leiktíð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Sjá meira
Paolo Banchero lék með Duka háskólanum og ætti að geta látið til sín taka strax á fyrsta tímabili með Orlando. Hann er sterkur framherji sem er þegar talinn líklegur til að vera valinn nýliði ársins. Chet Holmgren lék með Gonzaga, sama háskóla og Kári Árnason, fyrrverandi miðvörður íslenska landsliðsins, lék með um tíma. Holmgren er áhugaverður leikmaður en um er að ræða vel rúmlega tveggja metra háan mann sem getur varið hringinn og skotið þriggja stiga skotum. Er hann talinn einn áhugaverðasti leikmaður 2022 árgangsins. "I'm big on betting on myself" @ChetHolmgren pic.twitter.com/o6HCwbSuqM— NBA Draft (@NBADraft) June 24, 2022 Jabari Smith lék með Auburn háskóla og var lengi vel talið að hann yrði valinn fyrstur í ár. Hann þarf að bæta leik sinn á nokkrum sviðum en er góður skotmaður og sprækur varnarmaður. Talið er að hann muni passa vel með Jalen Green hjá Rockets. LETS GET IT pic.twitter.com/JaU79ignNa— Jabari Smith Jr (@jabarismithjr) June 24, 2022 Sacramento Kings átti fjórða valrétt og valdi Keegan Murrey. Detroit Pistons valdi Jaden Ivey þar á eftir. Á vef CBS Sports má finna alla 58 leikmennina sem valdir voru í nýliðavalinu sem og umsögn um þá. Ein af skemmtilegri sögum nýliðavalsins er sú að Cleveland Cavaliers valdi Isiah Mobley sem þýðir að hann mun nú spila með bróðir sínum, Evan, í NBA-deildinni eftir að hafa spilað saman í gagnfræði- og háskóla. Same HS Same college Same NBA team Isaiah Mobley is drafted by the Cavs, joining forces his brother once again pic.twitter.com/iSY9IcqLUr— ESPN (@espn) June 24, 2022 Sonur goðsagnarinnar Scottie Pippen, Scottie Pipper Jr., skrifaði undir samning við Los Angeles Lakers. Mun hann geta spilað bæði fyrir Lakers sem og G-deildarlið þeirra. Shareef O‘Neal, sonur annarrar goðsagnar, mun svo spila fyrir Lakers í sumardeild NBA en óvíst er hvort hann verði í NBA-deildinni á næstu leiktíð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Sjá meira