Umfjöllun og myndir: Pólland - Ísland 1-3 | Flottur síðari hálfleikur en betur má ef duga skal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2022 15:35 Íslenska liðið fagnar fyrsta marki sínu í leiknum. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Ísland mætti Póllandi í smábænum Grodzisk Wielkopolski í dag. Um var að ræða síðasta leik íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Englandi. Ef til vill segir það allt um gæði íslenska landsliðsins og þá kröfur sem gerðar eru á að liðið að 3-1 útisigur á Póllandi er ekki talið nægilega gott. Eftir að lenda 1-0 undir í blálok fyrri hálfleiks svaraði íslenska liðið með þremur mörkum í þeim síðari og vann að mörgu leyti sannfærandi sigur. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, valdi Söru Björk Gunnarsdóttur í byrjunarlið Íslands en þetta var hennar fyrsti byrjunarliðsleikur í næstum 19 mánuði. Annars var liðið nokkuð hefðbundið og fátt sem kom á óvart. Innkoma Söru Bjarkar þýddi þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var færð út á væng. Leikur dagsins átti að vera sýndur beint á RÚV en þar sem ekki náðist samband við Pólland tókst ekki að sýna leikinn. Vísir þakkar því Fótbolti.net fyrir að vera í Grodzisk Wielkopolski og lýsa leiknum. Textalýsing Vísis, og skýrsla, er framan af leik byggð á upplýsingum úr textalýsingu Fótbolti.net áður en hægt var að nálgast leikinn í streymi. Það kom smá á óvart að Dagný Brynjarsdóttir var stillt upp aftast á miðjunni á meðan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk voru þar fyrir framan. Gunnhildur Yrsa var með sprækari leikmönnum Íslands framan af leik en hún vann boltann nokkuð reglulega hátt upp á vellinum. Að sama skapi var ljóst að þessi miðja hafði ekki spilað saman í dágóðan tíma en þeim gekk illa að finan taktinn í fyrri hálfleik. Gunnhildur Yrsa var allstaðar í dag.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Það var helst Sveindís Jane Jónsdóttir sem ógnaði marki Pólverja. Skot hennar á fjórðu mínútu var bjargað á línu og þá átti hún nokkrar hættulegar rispur áður en hún var tækluð illa af Zofia Buszewska um miðbik fyrri hálfleiks. Hvorugt lið átti í raun skilið að skora í fyrri hálfleik en það tókst heimastúlkum þó þegar örfáar sekúndur voru til loka fyrri hálfleiks. Pólska liðið átti þá frábæra skyndisókn þar sem þær Martyna Wiankowska og Ewa Pajor, framherji Wolfsburg, brutust í gegn. Sú fyrrnefnda renndi boltanum á Pajor skaut í fyrsta framhjá Söndru Sigurðardóttur í íslenska markinu. Staðan því 1-0 Póllandi í vil er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Pólland komst yfir undir lok fyrri hálfleiks.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Pólska liðið kom að því virtist klárara út í síðari hálfleik en það sló íslensku stelpurnar ekki út af laginu. Þær skoruðu tvö mörk með stuttu millibli, á 52. og 54. mínútu og sneru leiknum algjörlega sér í hag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin eftir góðan undirbúning Gunnhildar Yrsu sem hafði unnið boltann hátt á vellinum, farið með hann inn á teig og svo lagt boltann snyrtilega fyrir Berglindi Björgu sem gat ekki annað en skorað. Íslenska liðið fagnar því að komast yfir.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Sveindís Jane kom Íslandi svo yfir stuttu síðar með einkennismerki sínu. Hún tók bakvörð Póllands á, fór léttilega framhjá henni og þrumaði boltanum svo upp í þaknetið. Staðan orðin 2-1 Íslandi í vil eftir aðeins níu mínútna leik í síðari hálfleik. Eftir það jafnaðist leikurinn aðeins út og gerðist í raun fátt markvert þangað til Agla María Albertsdóttir kláraði leikinn þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Enn og aftur vann íslenska liðið boltann hátt uppi á vellinum, boltinn barst til Öglu Maríu sem var ekkert að tvínóna við hlutina og lét vaða að marki af rúmlega 20 metra færi eða svo. Boltinn söng í netinu og staðan orðin 3-1 Íslandi í vil. Reyndust það lokatölur leiksins. Af hverju vann Ísland? Miðað við það litla sem blaðamaður sá þá er Ísland einfaldlega sterkara lið. Segja má að um skyldusigur hafi verið að ræða en betur má ef duga skal. Samt sem áður gott veganesti inn í Evrópumótið. Hverjar stóðu upp úr? Gunnhildur Yrsa fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína og virðist sem leikplan Þorsteins þjálfara hafi gengið fullkomlega upp hvað Gunnhildi Yrsu varðar. Gunnhildur Yrsa átti frábæran leik á miðsvæði Íslands.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Hún var líkt og bolabítur á miðjunni og vann boltann ítrekað ofarlega á vellinum. Skilaði það jöfnunarmarki Íslands í upphafi síðari hálfleiks. Erfitt er að horfa framhjá Sveindísi Jane sem var að venju mjög áræðin og án efa helsta sóknarvopn íslenska liðsins. Hún skoraði svo glæsilegt mark er hún keyrði á varnarmann Póllands og ÞRUMAÐI knettinum upp í þaknetið með vinstri fæti. Frábært mark í alla staði. Sveindís Jane ógnaði með hraða sínum og krafti.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Berglind Björg skoraði og verður ekki alltaf að hrósa framherjum sem skora? Þá átti Agla María góða innkomu og skoraði gullfallegt mark. Hvað gekk illa? Íslenska liðið fann ekki taktinn í fyrri hálfleik og gekk illa að láta boltann fljóta á milli manna. Það er þó enginn heimsendir og hvað þó ef liðið skorar þrjú mörk í síðari hálfleik. Maður fær þó þá tilfinningu að gegn sterkari liðum þá verði íslenska liðinu refsað. Leikplanið gekk betur upp í síðari hálfleik, Ísland skoraði þrjú mörk og vann leikinn örugglega. Dagný Brynjarsdóttir lék í stöðu djúps miðjumanns í dag.EFE/Jakub Kaczmarczyk Hvað gerist næst? Ísland heldur til Englands og hefur lokaundirbúning fyrir Evrópumótið. Ísland spilar svo sinn fyrsta leik þann 10. júlí er liðið mætir Belgíu á akademíuvelli Manchester City. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta
Ísland mætti Póllandi í smábænum Grodzisk Wielkopolski í dag. Um var að ræða síðasta leik íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Englandi. Ef til vill segir það allt um gæði íslenska landsliðsins og þá kröfur sem gerðar eru á að liðið að 3-1 útisigur á Póllandi er ekki talið nægilega gott. Eftir að lenda 1-0 undir í blálok fyrri hálfleiks svaraði íslenska liðið með þremur mörkum í þeim síðari og vann að mörgu leyti sannfærandi sigur. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, valdi Söru Björk Gunnarsdóttur í byrjunarlið Íslands en þetta var hennar fyrsti byrjunarliðsleikur í næstum 19 mánuði. Annars var liðið nokkuð hefðbundið og fátt sem kom á óvart. Innkoma Söru Bjarkar þýddi þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var færð út á væng. Leikur dagsins átti að vera sýndur beint á RÚV en þar sem ekki náðist samband við Pólland tókst ekki að sýna leikinn. Vísir þakkar því Fótbolti.net fyrir að vera í Grodzisk Wielkopolski og lýsa leiknum. Textalýsing Vísis, og skýrsla, er framan af leik byggð á upplýsingum úr textalýsingu Fótbolti.net áður en hægt var að nálgast leikinn í streymi. Það kom smá á óvart að Dagný Brynjarsdóttir var stillt upp aftast á miðjunni á meðan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk voru þar fyrir framan. Gunnhildur Yrsa var með sprækari leikmönnum Íslands framan af leik en hún vann boltann nokkuð reglulega hátt upp á vellinum. Að sama skapi var ljóst að þessi miðja hafði ekki spilað saman í dágóðan tíma en þeim gekk illa að finan taktinn í fyrri hálfleik. Gunnhildur Yrsa var allstaðar í dag.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Það var helst Sveindís Jane Jónsdóttir sem ógnaði marki Pólverja. Skot hennar á fjórðu mínútu var bjargað á línu og þá átti hún nokkrar hættulegar rispur áður en hún var tækluð illa af Zofia Buszewska um miðbik fyrri hálfleiks. Hvorugt lið átti í raun skilið að skora í fyrri hálfleik en það tókst heimastúlkum þó þegar örfáar sekúndur voru til loka fyrri hálfleiks. Pólska liðið átti þá frábæra skyndisókn þar sem þær Martyna Wiankowska og Ewa Pajor, framherji Wolfsburg, brutust í gegn. Sú fyrrnefnda renndi boltanum á Pajor skaut í fyrsta framhjá Söndru Sigurðardóttur í íslenska markinu. Staðan því 1-0 Póllandi í vil er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Pólland komst yfir undir lok fyrri hálfleiks.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Pólska liðið kom að því virtist klárara út í síðari hálfleik en það sló íslensku stelpurnar ekki út af laginu. Þær skoruðu tvö mörk með stuttu millibli, á 52. og 54. mínútu og sneru leiknum algjörlega sér í hag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin eftir góðan undirbúning Gunnhildar Yrsu sem hafði unnið boltann hátt á vellinum, farið með hann inn á teig og svo lagt boltann snyrtilega fyrir Berglindi Björgu sem gat ekki annað en skorað. Íslenska liðið fagnar því að komast yfir.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Sveindís Jane kom Íslandi svo yfir stuttu síðar með einkennismerki sínu. Hún tók bakvörð Póllands á, fór léttilega framhjá henni og þrumaði boltanum svo upp í þaknetið. Staðan orðin 2-1 Íslandi í vil eftir aðeins níu mínútna leik í síðari hálfleik. Eftir það jafnaðist leikurinn aðeins út og gerðist í raun fátt markvert þangað til Agla María Albertsdóttir kláraði leikinn þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Enn og aftur vann íslenska liðið boltann hátt uppi á vellinum, boltinn barst til Öglu Maríu sem var ekkert að tvínóna við hlutina og lét vaða að marki af rúmlega 20 metra færi eða svo. Boltinn söng í netinu og staðan orðin 3-1 Íslandi í vil. Reyndust það lokatölur leiksins. Af hverju vann Ísland? Miðað við það litla sem blaðamaður sá þá er Ísland einfaldlega sterkara lið. Segja má að um skyldusigur hafi verið að ræða en betur má ef duga skal. Samt sem áður gott veganesti inn í Evrópumótið. Hverjar stóðu upp úr? Gunnhildur Yrsa fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína og virðist sem leikplan Þorsteins þjálfara hafi gengið fullkomlega upp hvað Gunnhildi Yrsu varðar. Gunnhildur Yrsa átti frábæran leik á miðsvæði Íslands.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Hún var líkt og bolabítur á miðjunni og vann boltann ítrekað ofarlega á vellinum. Skilaði það jöfnunarmarki Íslands í upphafi síðari hálfleiks. Erfitt er að horfa framhjá Sveindísi Jane sem var að venju mjög áræðin og án efa helsta sóknarvopn íslenska liðsins. Hún skoraði svo glæsilegt mark er hún keyrði á varnarmann Póllands og ÞRUMAÐI knettinum upp í þaknetið með vinstri fæti. Frábært mark í alla staði. Sveindís Jane ógnaði með hraða sínum og krafti.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Berglind Björg skoraði og verður ekki alltaf að hrósa framherjum sem skora? Þá átti Agla María góða innkomu og skoraði gullfallegt mark. Hvað gekk illa? Íslenska liðið fann ekki taktinn í fyrri hálfleik og gekk illa að láta boltann fljóta á milli manna. Það er þó enginn heimsendir og hvað þó ef liðið skorar þrjú mörk í síðari hálfleik. Maður fær þó þá tilfinningu að gegn sterkari liðum þá verði íslenska liðinu refsað. Leikplanið gekk betur upp í síðari hálfleik, Ísland skoraði þrjú mörk og vann leikinn örugglega. Dagný Brynjarsdóttir lék í stöðu djúps miðjumanns í dag.EFE/Jakub Kaczmarczyk Hvað gerist næst? Ísland heldur til Englands og hefur lokaundirbúning fyrir Evrópumótið. Ísland spilar svo sinn fyrsta leik þann 10. júlí er liðið mætir Belgíu á akademíuvelli Manchester City.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti