„Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að fara að stjórna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júní 2022 22:00 Sigmundur Davíð kallar eftir skjótum aðgerðum stjórnvalda. Vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki mælst meiri síðan haustið 2009, og spár benda til þess að hún hækki enn frekar. Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að vel sé fylgst með stöðunni en þingmaður stjórnarandstöðunnar telur að grípa þurfi til aðgerða áður en það verður of seint. Ársverðbólga mælist nú átta komma átta prósent og hefur ekki verið jafn mikil á Íslandi síðan í október 2009, þegar hún var níu komma sjö prósent. Í hagsjá Landsbankans í dag er því svo spáð að verðbólga aukist enn frekar í næsta mánuði, verði 9,5 prósent, en hjaðni svo eftir það. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stöðuna ekki koma á óvart og kallar eftir skjótum og sértækum viðbrögðum. „Vegna þess að tekjulægri hópar og ungt fólk fer iðulega verr út úr verðbólgu en aðrir. Þess vegna myndi ég leggja til aðgerðir sem ná hlutfallslega meira til þessa hóps, til að mynda að lækka skatta á matvæli sem allir þurfa á að halda, lækka skatta á eldsneyti sem flestir þurfa að nota. Það skilar sér þá hlutfallslega betur til hinna tekjulægri.“ Sigmundur vonast eftir viðbrögðum af hálfu stjórnvalda sem fyrst, en er ekki bjartsýnn. „Eins og í húsnæðismálum þá koma alls konar glærukynningar og jákvæðar yfirlýsingar um hvernig hlutirnir ættu að vera. En svo sér maður bara í aðgerðum stjórnvalda, lagasetningu, fjármálaáætlun og öðru að þessu er ekkert fylgt eftir. Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að fara að stjórna.“ Fylgjast áfram með stöðunni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, segir að þegar sé búið að stíga mikilvæg skref til að verjast verðbólgunni, meðal annars með hækkun bóta almannatrygginga, húsnæðisbóta og greiðslu barnabótaauka. „Sannarlega þarf áfram að fylgjast með viðkvæmum hópum og unga fólkinu sem er að kaupa sér húsnæði. En við erum sannarlega búin að stíga ákveðin skref,“ segir Bjarkey. Bjarkey er formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. 29. júní 2022 13:01 Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. 29. júní 2022 09:09 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Ársverðbólga mælist nú átta komma átta prósent og hefur ekki verið jafn mikil á Íslandi síðan í október 2009, þegar hún var níu komma sjö prósent. Í hagsjá Landsbankans í dag er því svo spáð að verðbólga aukist enn frekar í næsta mánuði, verði 9,5 prósent, en hjaðni svo eftir það. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stöðuna ekki koma á óvart og kallar eftir skjótum og sértækum viðbrögðum. „Vegna þess að tekjulægri hópar og ungt fólk fer iðulega verr út úr verðbólgu en aðrir. Þess vegna myndi ég leggja til aðgerðir sem ná hlutfallslega meira til þessa hóps, til að mynda að lækka skatta á matvæli sem allir þurfa á að halda, lækka skatta á eldsneyti sem flestir þurfa að nota. Það skilar sér þá hlutfallslega betur til hinna tekjulægri.“ Sigmundur vonast eftir viðbrögðum af hálfu stjórnvalda sem fyrst, en er ekki bjartsýnn. „Eins og í húsnæðismálum þá koma alls konar glærukynningar og jákvæðar yfirlýsingar um hvernig hlutirnir ættu að vera. En svo sér maður bara í aðgerðum stjórnvalda, lagasetningu, fjármálaáætlun og öðru að þessu er ekkert fylgt eftir. Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að fara að stjórna.“ Fylgjast áfram með stöðunni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, segir að þegar sé búið að stíga mikilvæg skref til að verjast verðbólgunni, meðal annars með hækkun bóta almannatrygginga, húsnæðisbóta og greiðslu barnabótaauka. „Sannarlega þarf áfram að fylgjast með viðkvæmum hópum og unga fólkinu sem er að kaupa sér húsnæði. En við erum sannarlega búin að stíga ákveðin skref,“ segir Bjarkey. Bjarkey er formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm
Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. 29. júní 2022 13:01 Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. 29. júní 2022 09:09 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. 29. júní 2022 13:01
Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. 29. júní 2022 09:09