Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júlí 2022 10:23 Ugla Stefanía segir Sigmund Davíð fara með „alls konar fleipur“ þegar kemur að lögum um kynrænt sjálfræði. Aðferðir hans væru „slóttugar og lævísar“ og til þess að grafa undan réttindabaráttu fólks. Samsett mynd Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu í Sprengisand til Heimis Karlssonar í gær til að ræða um þátt Alþingis í réttindabaráttu fólks, þróun íslenskrar tungu og umburðarlyndi í íslenskri samfélagsumræðu. Eftir þáttinn skrifaði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi Sigmund. Í færslunni sagði hún að Sigmundur hafi farið með „alls konar fleipur um lög um kynrænt sjálfræði“ og talað niður til réttindabaráttunnar. Tal hans um að löggjafinn hafi afsalað sér völdum til hópa aktívista væri „stórkostlega mikil þvæla“ og „gríðarleg vanvirðing við það starf sérfræðinga og fagfólks sem kom að smíðum frumvarps um kynrænt sjálfræði.“ Fjölbreyttur hópur fagfólks og sérfræðinga Hún segir að hópurinn sem kom að smíðum frumvarpsins hafi verið „fólk úr grasrótinni, lögfræðingar, kynjafræðingar, félagsfræðingar, siðfræðingar, þingfólk, og sprenglært fólk og aðrir sérfræðingar í málefnum hinsegin fólks.“ Vinnan hafi tekið fjögur ár og það hafi verið ríkt samráð við helstu stofnanir, hagsmunafélög, kvenréttindafélög og önnur mannréttindasamtök. Það að Sigmundur smætti þennan hóp niður í „hóp aktívista“ segir Ugla að lýsi engu nema vanþekkingu og vanþóknun Sigmundar á réttindabaráttu hinsegin fólks. Það væri heldur ekki svo að hópurinn sem ynni að frumvarpinu hefði vald yfir lokaútgáfu þess. Þegar það kæmi til ráðuneytisins færi það úr þeirra höndum. Þá færi frumvarpið inn í nefndir, umræður á Alþingi og loks í atkvæðagreiðslu. Í því ferli breyttist ýmislegt í frumvarpinu og svo þegar kæmi að atkvæðagreiðslu tæki þingfólk meðvitaðar ákvarðanir. Þetta ætti ekki bara við um frumvarp um kynrænt sjálfræði heldur öll frumvörp sem væru unnin í samræði við sérfræðinga á viðeigandi sviðum. Lögin stangist ekkert á við réttindi kvenna Ugla segir einnig að staðhæfingar Sigmundar um að lögin stangist á við réttindi kvenna „auðvitað úr lausu lofti gripin“ enda hafi öll helstu mannréttindasamtök stutt frumvarpið. Þar með talið væri Kvenréttindafélag Íslands sem Trans Ísland væri meðlimur í. Þá segir hún að það hljóti að teljast vandræðalegt fyrir Sigmund að gera sig út fyrir að vera „verndari kvenréttinda“ í ljósi þess að „kynjahalli hafði ekki verið meiri í hans ríkisstjórnartíð en síðan 1999, þar sem eingöngu þrjár af níu ráðherrum voru konur.“ Hún minnist einni á þegar Sigmundur kaus gegn rýmkunum þungunarrofs á sínum tíma og getur því seint talist vera „mikill kvenréttindafrömuður.“ Tilraun hans til að grafa undan réttindabaráttu trans fólks og hinsegin fólks með vísun í kvenréttindi væri því „lítið annað en illa ígrunduð yfirhylming og vanþekking á þessum málaflokkum.“ Taktík hans væri sambærileg þeim aðferðum „þegar réttindum öryrkja og eldra fólks er etjað gegn innflytjendum og hælisleitendum.“ Sigmundur beitti aðferðum sem væru „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ Málefni trans fólks Miðflokkurinn Tengdar fréttir Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni. 3. júlí 2022 13:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira
Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu í Sprengisand til Heimis Karlssonar í gær til að ræða um þátt Alþingis í réttindabaráttu fólks, þróun íslenskrar tungu og umburðarlyndi í íslenskri samfélagsumræðu. Eftir þáttinn skrifaði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi Sigmund. Í færslunni sagði hún að Sigmundur hafi farið með „alls konar fleipur um lög um kynrænt sjálfræði“ og talað niður til réttindabaráttunnar. Tal hans um að löggjafinn hafi afsalað sér völdum til hópa aktívista væri „stórkostlega mikil þvæla“ og „gríðarleg vanvirðing við það starf sérfræðinga og fagfólks sem kom að smíðum frumvarps um kynrænt sjálfræði.“ Fjölbreyttur hópur fagfólks og sérfræðinga Hún segir að hópurinn sem kom að smíðum frumvarpsins hafi verið „fólk úr grasrótinni, lögfræðingar, kynjafræðingar, félagsfræðingar, siðfræðingar, þingfólk, og sprenglært fólk og aðrir sérfræðingar í málefnum hinsegin fólks.“ Vinnan hafi tekið fjögur ár og það hafi verið ríkt samráð við helstu stofnanir, hagsmunafélög, kvenréttindafélög og önnur mannréttindasamtök. Það að Sigmundur smætti þennan hóp niður í „hóp aktívista“ segir Ugla að lýsi engu nema vanþekkingu og vanþóknun Sigmundar á réttindabaráttu hinsegin fólks. Það væri heldur ekki svo að hópurinn sem ynni að frumvarpinu hefði vald yfir lokaútgáfu þess. Þegar það kæmi til ráðuneytisins færi það úr þeirra höndum. Þá færi frumvarpið inn í nefndir, umræður á Alþingi og loks í atkvæðagreiðslu. Í því ferli breyttist ýmislegt í frumvarpinu og svo þegar kæmi að atkvæðagreiðslu tæki þingfólk meðvitaðar ákvarðanir. Þetta ætti ekki bara við um frumvarp um kynrænt sjálfræði heldur öll frumvörp sem væru unnin í samræði við sérfræðinga á viðeigandi sviðum. Lögin stangist ekkert á við réttindi kvenna Ugla segir einnig að staðhæfingar Sigmundar um að lögin stangist á við réttindi kvenna „auðvitað úr lausu lofti gripin“ enda hafi öll helstu mannréttindasamtök stutt frumvarpið. Þar með talið væri Kvenréttindafélag Íslands sem Trans Ísland væri meðlimur í. Þá segir hún að það hljóti að teljast vandræðalegt fyrir Sigmund að gera sig út fyrir að vera „verndari kvenréttinda“ í ljósi þess að „kynjahalli hafði ekki verið meiri í hans ríkisstjórnartíð en síðan 1999, þar sem eingöngu þrjár af níu ráðherrum voru konur.“ Hún minnist einni á þegar Sigmundur kaus gegn rýmkunum þungunarrofs á sínum tíma og getur því seint talist vera „mikill kvenréttindafrömuður.“ Tilraun hans til að grafa undan réttindabaráttu trans fólks og hinsegin fólks með vísun í kvenréttindi væri því „lítið annað en illa ígrunduð yfirhylming og vanþekking á þessum málaflokkum.“ Taktík hans væri sambærileg þeim aðferðum „þegar réttindum öryrkja og eldra fólks er etjað gegn innflytjendum og hælisleitendum.“ Sigmundur beitti aðferðum sem væru „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“
Málefni trans fólks Miðflokkurinn Tengdar fréttir Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni. 3. júlí 2022 13:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira
Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni. 3. júlí 2022 13:41