Wilshere ekki áfram hjá AGF Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2022 16:45 Jack Wilshere í leik með AGF. Lars Ronbog/Getty Images Danska úrvalsdeildarfélagið AGF hefur staðfest að enski miðjumaðurinn Jack Wilshere verði ekki áfram á mála hjá félaginu. Hann samdi við AGF í febrúar á þessu ári en samningur hans verður ekki endurnýjaður. Hinn þrítugi Wilshere hefur glímt við mikil og leiðinleg meiðsli á ferli sínum Hann er uppalinn hjá Arsenal í Lundúnum en var lánaður til Bolton Wanderers og Bournemouth áður en hann gekk til liðs við West Ham United á frjálsri sölu árið 2018. Þar var hann í tvö ár áður en hann reyndi fyrir sér hjá Bournemouth á nýjan leik. Það bar ekki tilætlaðan árangur og flutti hann sig frá Bretlandseyjum til Danmerkur undir lok febrúarmánaðar á þessu ári. AGF var þá komið í stökustu vandræði og vantaði leikmenn. Var brugðið á það ráð að semja við Wilshere í von um að breikka hópinn og sjá hvað hann gæti komið með að borðinu. Varð hann þar með liðsfélagi Jóns Dags Þorsteinssonar – sem er nú farinn til Belgíu – og Mikaels Anderssonar sem er einnig orðaður við brottför. Det ligger nu fast, at Jack Wilshere ikke forsætter i AGF efter hans kontrakt løb ud for en uges tid siden. Vi takker Jack for indsatsen i hans tid i AGF og ønsker ham held og lykke på hans videre færd #ksdh https://t.co/T9WjpVSxT4 pic.twitter.com/QZsxy0zTvn— AGF (@AGFFodbold) July 6, 2022 Staða AGF skánaði ekki mikið við komu Wilshere. Alls kom hann við sögu í 14 leikjum og lagði upp tvö mörk er AGF barðist löngum köflum við falldrauginn. Félagið hélt sæti sínu en nú er ljóst að þessi meiðslahrjáði leikmaður verður ekki lengur á mála hjá AGF. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Hinn þrítugi Wilshere hefur glímt við mikil og leiðinleg meiðsli á ferli sínum Hann er uppalinn hjá Arsenal í Lundúnum en var lánaður til Bolton Wanderers og Bournemouth áður en hann gekk til liðs við West Ham United á frjálsri sölu árið 2018. Þar var hann í tvö ár áður en hann reyndi fyrir sér hjá Bournemouth á nýjan leik. Það bar ekki tilætlaðan árangur og flutti hann sig frá Bretlandseyjum til Danmerkur undir lok febrúarmánaðar á þessu ári. AGF var þá komið í stökustu vandræði og vantaði leikmenn. Var brugðið á það ráð að semja við Wilshere í von um að breikka hópinn og sjá hvað hann gæti komið með að borðinu. Varð hann þar með liðsfélagi Jóns Dags Þorsteinssonar – sem er nú farinn til Belgíu – og Mikaels Anderssonar sem er einnig orðaður við brottför. Det ligger nu fast, at Jack Wilshere ikke forsætter i AGF efter hans kontrakt løb ud for en uges tid siden. Vi takker Jack for indsatsen i hans tid i AGF og ønsker ham held og lykke på hans videre færd #ksdh https://t.co/T9WjpVSxT4 pic.twitter.com/QZsxy0zTvn— AGF (@AGFFodbold) July 6, 2022 Staða AGF skánaði ekki mikið við komu Wilshere. Alls kom hann við sögu í 14 leikjum og lagði upp tvö mörk er AGF barðist löngum köflum við falldrauginn. Félagið hélt sæti sínu en nú er ljóst að þessi meiðslahrjáði leikmaður verður ekki lengur á mála hjá AGF.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira