Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2022 13:50 Samkvæmt Fréttablaðinu hafa þremenningarnir fengið staðfest hjá ríkislögreglustjóra að engin kæra hafi borist á hendur þeim. Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ástæða þess að Vítalía hafi farið svo seint í skýrslutöku hafi einfaldlega verið að illa hafi gengið að finna tíma sem hentaði bæði henni og lögreglunni. Ákveðins misskilnings hafi gætt fyrst þegar hún lagði fram kæru á hendur þremenningunum. Kolbrún segist búast við að rannsókn málsins dragist eitthvað fram á næsta ár og að henni lokinni verði það ákvörðun ákæruvaldsins hvort kæran verði að dómsmáli. Hún muni leggja fram einkaréttarkröfu fyrir hönd Vítalíu fljótlega þótt vinna við hana væri ekki hafin. Krafan muni hljóða upp á sömu fjárhæð og gangi og gerist í kynferðisbrotamálum. Örlagarík bústaðarferð Líkt og frægt er orðið á kæran rætur að rekja til sumarbústaðarferðar sem Vítalía og þremenningarnir fóru í, ásamt Arnari Grant, í desember árið 2020. Vítalía hefur sakað þá Ara, Hreggvið og Þórð um að hafa brotið kynferðislega á henni í ferðinni. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljós fjölmiðla í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur var birt. Þar greindi Vítalía frá því að hún hefði orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún mætti í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Eftir það var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Íseyjar útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag fór Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía sagði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Á dögunum var samningi Arnars endanlega sagt upp. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál MeToo Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ástæða þess að Vítalía hafi farið svo seint í skýrslutöku hafi einfaldlega verið að illa hafi gengið að finna tíma sem hentaði bæði henni og lögreglunni. Ákveðins misskilnings hafi gætt fyrst þegar hún lagði fram kæru á hendur þremenningunum. Kolbrún segist búast við að rannsókn málsins dragist eitthvað fram á næsta ár og að henni lokinni verði það ákvörðun ákæruvaldsins hvort kæran verði að dómsmáli. Hún muni leggja fram einkaréttarkröfu fyrir hönd Vítalíu fljótlega þótt vinna við hana væri ekki hafin. Krafan muni hljóða upp á sömu fjárhæð og gangi og gerist í kynferðisbrotamálum. Örlagarík bústaðarferð Líkt og frægt er orðið á kæran rætur að rekja til sumarbústaðarferðar sem Vítalía og þremenningarnir fóru í, ásamt Arnari Grant, í desember árið 2020. Vítalía hefur sakað þá Ara, Hreggvið og Þórð um að hafa brotið kynferðislega á henni í ferðinni. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljós fjölmiðla í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur var birt. Þar greindi Vítalía frá því að hún hefði orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún mætti í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Eftir það var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Íseyjar útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag fór Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía sagði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Á dögunum var samningi Arnars endanlega sagt upp.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál MeToo Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira