Zion ætlar ekki að bregðast neinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2022 16:01 Zion Williamson fékk fínasta samning hjá Pelicans. Hann ætlar ekki að bregðast sjálfum sér né neinum öðrum. Getty Images/Jonathan Bachman Zion Williamson, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom fyrst inn í NBA deildina. Hann hefur glímt við ýmis meiðsli en virðist nú vera á batavegi og treystir Pelicans honum nægilega mikið til að gefa honum fimm ára samning upp á nærri 200 milljónir Bandaríkjadala. Zion var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2019 og var mikil spenna fyrir komu hans í deildina. Kraft framherjinn hafði verið hreint út sagt magnaður með Duke háskóla var í raun talinn fullmótaður er hann skráði sig í nýliðavalið. Annað kom svo á daginn en hann meiddist illa á hné skömmu eftir að fyrsta tímabil hans í deildinni fór af stað. Hann kom til baka áður en tímabilið var búið og minnti heldur betur á sig með frábærum frammistöðum hér og þar. Tímabilið eftir náði hann 61 leik en í kjölfarið meiddist leikmaðurinn og var frá allt síðasta tímabil. Hefur hann bæði meiðst illa á hné sem og fótbrotnað síðan hann kom í deildina. Pelicans hefur hins vegar gríðarlega trú á honum 22 ára gamla Zion sem fékk fimm ára samning á dögunum. Á samningstímanum fær Zion hið minnsta 193 milljónir Bandaríkjadala en fari svo að Zion verði valinn í stjörnulið deildarinnar þá mun samningurinn hækka upp í 231 milljón Bandaríkjadala. Ef marka má orð Zion þá má ætla að félagið þurfi að borga honum hámarksupphæð. „Ég ætla ekki að bregðast þessar borg, ég ætla ekki að bregðast fjölskyldu minni og síst af öllu ætla ég að bregðast sjálfum mér,“ sagði Zion í viðtali við ESPN á dögunum. Zion is aiming to prove he was worth the max pic.twitter.com/PZDHp5sbkx— ESPN (@espn) July 6, 2022 Sem stendur má áætla að Zion verði með þegar NBA deildin hefst á nýjan leik næsta haust. Það eru gleðitíðindi fyrir stuðningsfólk Pelicans en það hefur beðið í ofvæntingu að sjá fullfrískan Zion ásamt Brandon Ingram, Larry Nance Jr., CJ McCollum og öðrum leikmönnum liðsins. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Zion var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2019 og var mikil spenna fyrir komu hans í deildina. Kraft framherjinn hafði verið hreint út sagt magnaður með Duke háskóla var í raun talinn fullmótaður er hann skráði sig í nýliðavalið. Annað kom svo á daginn en hann meiddist illa á hné skömmu eftir að fyrsta tímabil hans í deildinni fór af stað. Hann kom til baka áður en tímabilið var búið og minnti heldur betur á sig með frábærum frammistöðum hér og þar. Tímabilið eftir náði hann 61 leik en í kjölfarið meiddist leikmaðurinn og var frá allt síðasta tímabil. Hefur hann bæði meiðst illa á hné sem og fótbrotnað síðan hann kom í deildina. Pelicans hefur hins vegar gríðarlega trú á honum 22 ára gamla Zion sem fékk fimm ára samning á dögunum. Á samningstímanum fær Zion hið minnsta 193 milljónir Bandaríkjadala en fari svo að Zion verði valinn í stjörnulið deildarinnar þá mun samningurinn hækka upp í 231 milljón Bandaríkjadala. Ef marka má orð Zion þá má ætla að félagið þurfi að borga honum hámarksupphæð. „Ég ætla ekki að bregðast þessar borg, ég ætla ekki að bregðast fjölskyldu minni og síst af öllu ætla ég að bregðast sjálfum mér,“ sagði Zion í viðtali við ESPN á dögunum. Zion is aiming to prove he was worth the max pic.twitter.com/PZDHp5sbkx— ESPN (@espn) July 6, 2022 Sem stendur má áætla að Zion verði með þegar NBA deildin hefst á nýjan leik næsta haust. Það eru gleðitíðindi fyrir stuðningsfólk Pelicans en það hefur beðið í ofvæntingu að sjá fullfrískan Zion ásamt Brandon Ingram, Larry Nance Jr., CJ McCollum og öðrum leikmönnum liðsins. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn