Rúnar: Náðum ekki að gera það sem lagt var upp með Jón Már Ferro skrifar 7. júlí 2022 21:25 Rúnar Kristinsson segir að upplegg sitt hafi ekki gengið nægilega vel upp í Póllandi í dag. Vísir/Hulda Margrét KR spilaði við Pogon Szczecin í Sambandsdeild Evrópu í Póllandi í dag. Leikurinn fór 4-1 fyrir þá pólsku eftir erfiðan fyrri hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfara KR fannst leikplan sinna manna ekki ganga nægilega vel upp í fyrri hálfleik en mun betur í þeim seinni. Honum fannst heimamenn eiga of auðvelt með að spila upp völlinn. „Það gekk ekki vel upp í fyrri hálfleik, við gerðum það bara illa. Planið var alveg fínt þannig séð. Við leystum það bara illa og vorum allt of passívir í okkar aðgerðum og hleyptum þeim alltof auðveldlega inn í hættuleg svæði. Náðum að laga það í seinni hálfleik. Svo vorum við svolítið ragir við að spila í byrjun. Þeir bara réðust á okkur og komust í hættulegar stöður sem að við bara leystum ekki nægilega vel.“ Rúnar sagði að það hafi ekki komið honum og hans mönnum á óvart enda búnir að leikgreina þá vel. Þrátt fyrir það hafi verið erfitt að bregðast við með laskað lið. „Við lærum af þessum leik, við vissum ýmislegt um þá. Við vorum búnir að leikgreina þá mjög vel og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Með svona laskað lið og miklar breytingar, því miður. Þrátt fyrir að við höfum verið sáttir með hvernig við settum leikinn upp þá var framkvæmdin ekki nægilega góð og þegar hún lagaðist í seinni hálfleik þá var þetta minna mál fyrir okkur. Ekki það að það hafi verið eitthvað auðvelt en við vörðumst miklu betur, þó svo að við höfum farið hærra á völlinn um leið og tekið smá sénsa.“ Þrátt fyrir að hafa náð að laga betur það sem fór úrskeiðis í fyrri hálfleik, í seinni hálfleiknum þá verði seinni leikurinn langt frá því að vera auðveldur. „Ég segi það ekki þetta er náttúrulega bara frábært lið, rosalega vel æft lið. Engar breytingar á þessu liði frá því í fyrra. Þeir eru búnir að lenda tvö ár í röð í þriðja sæti í deildinni þannig að, hörku mannskapur og hörku lið. Þetta verður ekkert auðvelt heima en við allavega þekkjum betur þeirra og getum kannski stoppað þá í að spila eins auðveldlega framhjá okkur og í dag og gefum þeim aðeins betri leik.“ Höfum verið óheppnir með meiðsli KR er með marga leikmenn í meiðslum og einhverjir þeirra komu inn í leikinn í dag og aðrir eiga lengra í land. „Kristján Flóki, Kristinn Jónsson og Finnur Tómas þeir eru allir frá og eru lengi frá. Stefán Árni kom inn á í dag í fyrsta skipti núna í langan tíma. Grétar var að koma inn í liðið aftur eftir meiðsli sem hann er búinn að vera eiga við. Náttúrulega Arnar Sveinn missti af fyrstu níu leikjum tímabilsins. Þannig að við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli og búnir að vera rótera liðinu, sérstaklega á þessum erfiða kafla í byrjun, spila níu leiki á rétt rúmum mánuði. Við erum ennþá að glíma við þetta. Ég er ánægður með strákana, ég er ánægður með liðið og móralinn. Við þurfum að framkvæma hlutina betur og bæta okkur á öllum sviðum.“ Rúnar á ekki vona á að einhver af þeim sem tók ekki þátt í dag muni spila í seinni leiknum. „Nei það er rosalega erfitt að segja til um það. Það er eitthvað í Finn Tómas , það er ekki alveg búið að fá greiningu á hans meiðslum. Flóki á örugglega mánuð eftir að minnsta kosti í viðbót. Kristinn Jónsson einn til tveir mánuðir í viðbót. Þannig það er ekki eins og þeir séu eitthvað að koma til baka strax aftur. Við verðum áfram án þessara stráka,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira
„Það gekk ekki vel upp í fyrri hálfleik, við gerðum það bara illa. Planið var alveg fínt þannig séð. Við leystum það bara illa og vorum allt of passívir í okkar aðgerðum og hleyptum þeim alltof auðveldlega inn í hættuleg svæði. Náðum að laga það í seinni hálfleik. Svo vorum við svolítið ragir við að spila í byrjun. Þeir bara réðust á okkur og komust í hættulegar stöður sem að við bara leystum ekki nægilega vel.“ Rúnar sagði að það hafi ekki komið honum og hans mönnum á óvart enda búnir að leikgreina þá vel. Þrátt fyrir það hafi verið erfitt að bregðast við með laskað lið. „Við lærum af þessum leik, við vissum ýmislegt um þá. Við vorum búnir að leikgreina þá mjög vel og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Með svona laskað lið og miklar breytingar, því miður. Þrátt fyrir að við höfum verið sáttir með hvernig við settum leikinn upp þá var framkvæmdin ekki nægilega góð og þegar hún lagaðist í seinni hálfleik þá var þetta minna mál fyrir okkur. Ekki það að það hafi verið eitthvað auðvelt en við vörðumst miklu betur, þó svo að við höfum farið hærra á völlinn um leið og tekið smá sénsa.“ Þrátt fyrir að hafa náð að laga betur það sem fór úrskeiðis í fyrri hálfleik, í seinni hálfleiknum þá verði seinni leikurinn langt frá því að vera auðveldur. „Ég segi það ekki þetta er náttúrulega bara frábært lið, rosalega vel æft lið. Engar breytingar á þessu liði frá því í fyrra. Þeir eru búnir að lenda tvö ár í röð í þriðja sæti í deildinni þannig að, hörku mannskapur og hörku lið. Þetta verður ekkert auðvelt heima en við allavega þekkjum betur þeirra og getum kannski stoppað þá í að spila eins auðveldlega framhjá okkur og í dag og gefum þeim aðeins betri leik.“ Höfum verið óheppnir með meiðsli KR er með marga leikmenn í meiðslum og einhverjir þeirra komu inn í leikinn í dag og aðrir eiga lengra í land. „Kristján Flóki, Kristinn Jónsson og Finnur Tómas þeir eru allir frá og eru lengi frá. Stefán Árni kom inn á í dag í fyrsta skipti núna í langan tíma. Grétar var að koma inn í liðið aftur eftir meiðsli sem hann er búinn að vera eiga við. Náttúrulega Arnar Sveinn missti af fyrstu níu leikjum tímabilsins. Þannig að við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli og búnir að vera rótera liðinu, sérstaklega á þessum erfiða kafla í byrjun, spila níu leiki á rétt rúmum mánuði. Við erum ennþá að glíma við þetta. Ég er ánægður með strákana, ég er ánægður með liðið og móralinn. Við þurfum að framkvæma hlutina betur og bæta okkur á öllum sviðum.“ Rúnar á ekki vona á að einhver af þeim sem tók ekki þátt í dag muni spila í seinni leiknum. „Nei það er rosalega erfitt að segja til um það. Það er eitthvað í Finn Tómas , það er ekki alveg búið að fá greiningu á hans meiðslum. Flóki á örugglega mánuð eftir að minnsta kosti í viðbót. Kristinn Jónsson einn til tveir mánuðir í viðbót. Þannig það er ekki eins og þeir séu eitthvað að koma til baka strax aftur. Við verðum áfram án þessara stráka,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira