Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2022 21:44 Frá höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Skjáskot/Stöð 2 Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. Einhverjir myndu kalla strandveiðisjómennina hátekjumenn, svo vel hefur gengið á veiðunum í sumar. Meðalafli í hverjum róðri þetta sumarið nemur 750 kílóum, samkvæmt nýjustu tölum Fiskistofu, og miðað við 400 króna meðalverð fyrir kílóið af þorski gerir það 300 þúsund króna tekjur á dag. Tólf veiðidagar hafa því gefið 3,6 milljónir króna í brúttótekjur á hvern bát að jafnaði á mánuði. Og þá eru ótaldar tekjur fyrir annan afla, en ufsinn sérstaklega hefur verið að gefa umtalsverðar aukatekjur. Strandveiðisjómaður á bryggjunni á Bakkafirði.Arnar Halldórsson En brátt er veislan búin, það hefur stefnt í að heildarkvótinn klárist upp úr 20. júlí, sem þýddi að 700 strandveiðibátar þyrftu þá að hætta veiðum. Sjómenn norðaustan- og austanlands telja sig með slíku bera skarðan hlut frá borði, þar sem bestan veiðin hjá þeim sé síðsumars. Með loforð Vinstri grænna á bakinu um að efla strandveiðar bætti Svandís Svavarsdóttir í dag 1.074 tonnum af þorski í strandveiðipottinn. Ef því er deilt jafnt á alla báta koma 620 þúsund króna verðmæti í hlut hvers. Hjá Landssambandi smábátaeigenda áætlar Örn Pálsson framkvæmdastjóri að viðbótin dugi í fjóra til fimm daga í viðbót og telur að strandveiðarnar gætu kannski enst út mánuðinn. Strandveiðifélag Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem segir að til að tryggja veiðar í 48 daga á hvern bát í ár og sómasamleg lok vertíðar 31. ágúst þyrfti um það bil 3.000 tonn til viðbótar í strandveiðikvóta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Byggðamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28 Segja óboðlegt fyrir Norður- og Austurland ef strandveiðar stöðvast í næsta mánuði Formenn þriggja samtaka smábátaeigenda á svæðum norðanlands og austan skora á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að tryggja strandveiðar til ágústloka þannig að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Núna sé ljóst að ætlaðar veiðiheimildir muni ekki duga til að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga í fulla fjóra mánuði, 12 daga í hverjum, eins og þeir segja að markmiðið hafi verið með síðustu breytingum á veiðikerfinu. 28. júní 2022 12:35 „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Einhverjir myndu kalla strandveiðisjómennina hátekjumenn, svo vel hefur gengið á veiðunum í sumar. Meðalafli í hverjum róðri þetta sumarið nemur 750 kílóum, samkvæmt nýjustu tölum Fiskistofu, og miðað við 400 króna meðalverð fyrir kílóið af þorski gerir það 300 þúsund króna tekjur á dag. Tólf veiðidagar hafa því gefið 3,6 milljónir króna í brúttótekjur á hvern bát að jafnaði á mánuði. Og þá eru ótaldar tekjur fyrir annan afla, en ufsinn sérstaklega hefur verið að gefa umtalsverðar aukatekjur. Strandveiðisjómaður á bryggjunni á Bakkafirði.Arnar Halldórsson En brátt er veislan búin, það hefur stefnt í að heildarkvótinn klárist upp úr 20. júlí, sem þýddi að 700 strandveiðibátar þyrftu þá að hætta veiðum. Sjómenn norðaustan- og austanlands telja sig með slíku bera skarðan hlut frá borði, þar sem bestan veiðin hjá þeim sé síðsumars. Með loforð Vinstri grænna á bakinu um að efla strandveiðar bætti Svandís Svavarsdóttir í dag 1.074 tonnum af þorski í strandveiðipottinn. Ef því er deilt jafnt á alla báta koma 620 þúsund króna verðmæti í hlut hvers. Hjá Landssambandi smábátaeigenda áætlar Örn Pálsson framkvæmdastjóri að viðbótin dugi í fjóra til fimm daga í viðbót og telur að strandveiðarnar gætu kannski enst út mánuðinn. Strandveiðifélag Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem segir að til að tryggja veiðar í 48 daga á hvern bát í ár og sómasamleg lok vertíðar 31. ágúst þyrfti um það bil 3.000 tonn til viðbótar í strandveiðikvóta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Byggðamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28 Segja óboðlegt fyrir Norður- og Austurland ef strandveiðar stöðvast í næsta mánuði Formenn þriggja samtaka smábátaeigenda á svæðum norðanlands og austan skora á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að tryggja strandveiðar til ágústloka þannig að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Núna sé ljóst að ætlaðar veiðiheimildir muni ekki duga til að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga í fulla fjóra mánuði, 12 daga í hverjum, eins og þeir segja að markmiðið hafi verið með síðustu breytingum á veiðikerfinu. 28. júní 2022 12:35 „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28
Segja óboðlegt fyrir Norður- og Austurland ef strandveiðar stöðvast í næsta mánuði Formenn þriggja samtaka smábátaeigenda á svæðum norðanlands og austan skora á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að tryggja strandveiðar til ágústloka þannig að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Núna sé ljóst að ætlaðar veiðiheimildir muni ekki duga til að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga í fulla fjóra mánuði, 12 daga í hverjum, eins og þeir segja að markmiðið hafi verið með síðustu breytingum á veiðikerfinu. 28. júní 2022 12:35
„Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13