Caroline Weir hefur verið máttarstólpi í sterku liði Manchester City undanfarin ár. Hún hefr spilað á Englandi síðan árið 2013 er hún samdi við Arsenal. Þaðan lá leiðin til Bristol City, Liverpool og svo loks Man City árið 2018.
Samningur hennar í Manchester-borg rann út nú í sumar og hefur ákveðið að róa á vit ævintýranna. Samdi Weir við Real Madríd en liðið lenti í 3. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á síðustu leiktíð. Þá féll liðið úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Caroline Weir is the first Scottish player at Real Madrid since John Fox Watson in 1948 x
— DAZN Football (@DAZNFootball) July 8, 2022
@realmadridfem pic.twitter.com/lyT9IEHpfT
Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Man City en liðið rétt náði 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar úr klóm nágranna sinna í Manchester United. Blái hluti Manchester-borgar komst þar með í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en það dugði þó ekki til að halda Weir.
Hún leikur nær alltaf sem framliggjandi miðjumaður og á að baki 88 A-landsleiki fyrir Skotlands hönd. Þá hefur hún skorað 14 mörk fyrir þjóð sína. Er Weir fyrsti Skotinn til að spila fyrir Real Madríd á þessari öld.