„Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2022 18:01 Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. Sunak var annar tveggja háttsettra ráðherra í stjórn Borisar Johnson sem sagði af sér í byrjun vikunnar. Það gerði hann eftir sjónvarpsviðtal við Johnsson þar sem hann viðurkenndi að hann hefði ekki átt að skipa Chris Pincher í embætti aðstoðarþingfokksformanns vitandi að hann hafði verið sakaður um kynferðislegt áreiti þremur árum áður. Fastlega er búist við að fleiri lýsi yfir framboði á næstu dögum. Þeirra á meðal Ben Wallace varnarmálaráðherra, sem nýtur mest fylgis samkvæmt könnun meðal þingmanna og Liz Truss utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi utanríkisráðherra þekkir Johnsson persónulega ásamt mörgu öðru áhrifafólki í Íhaldsflokknum. Hann segir Johnson hafa reynst Íslendingum vel. „Ég myndi ætla svona að Úkraínumenn hefðu ákveðnar áhyggjur af því að hann væri að fara. Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn af vettvangi eða sé að fara af vettvangi.“ Hann segir þó ólíklegt til skamms tíma að mikil breyting verði á stefnu breskra stjórnvalda. Þá hafi Johnsson dregið að sér mjög mikið fylgi til Íhaldsflokksins í síðustu kosningum og spurning sé hvernig arftaka hans gangi að sjá til þess að flokkurinn vinni kosningar. „Það er náttúrulega núna líklegast að Sunak eða Truss muni vinna leiðtogavalið en það er ekki á vísan að róa og þó svo að þetta taki ekkert óheyrilegan langan tíma þá getur ýmislegt skeð í þessu leiðtogavali og það munu fleiri bjóða sig fram en þau eru líklegust núna.“ Bretland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33 Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. 8. júlí 2022 11:42 Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Sunak var annar tveggja háttsettra ráðherra í stjórn Borisar Johnson sem sagði af sér í byrjun vikunnar. Það gerði hann eftir sjónvarpsviðtal við Johnsson þar sem hann viðurkenndi að hann hefði ekki átt að skipa Chris Pincher í embætti aðstoðarþingfokksformanns vitandi að hann hafði verið sakaður um kynferðislegt áreiti þremur árum áður. Fastlega er búist við að fleiri lýsi yfir framboði á næstu dögum. Þeirra á meðal Ben Wallace varnarmálaráðherra, sem nýtur mest fylgis samkvæmt könnun meðal þingmanna og Liz Truss utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi utanríkisráðherra þekkir Johnsson persónulega ásamt mörgu öðru áhrifafólki í Íhaldsflokknum. Hann segir Johnson hafa reynst Íslendingum vel. „Ég myndi ætla svona að Úkraínumenn hefðu ákveðnar áhyggjur af því að hann væri að fara. Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn af vettvangi eða sé að fara af vettvangi.“ Hann segir þó ólíklegt til skamms tíma að mikil breyting verði á stefnu breskra stjórnvalda. Þá hafi Johnsson dregið að sér mjög mikið fylgi til Íhaldsflokksins í síðustu kosningum og spurning sé hvernig arftaka hans gangi að sjá til þess að flokkurinn vinni kosningar. „Það er náttúrulega núna líklegast að Sunak eða Truss muni vinna leiðtogavalið en það er ekki á vísan að róa og þó svo að þetta taki ekkert óheyrilegan langan tíma þá getur ýmislegt skeð í þessu leiðtogavali og það munu fleiri bjóða sig fram en þau eru líklegust núna.“
Bretland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33 Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. 8. júlí 2022 11:42 Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33
Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. 8. júlí 2022 11:42
Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27