Leikmennirnir sem um ræðir eru framherjarnir Janice Cayman og Tessa Wullaert. Cayman spilaði með Söru hjá Lyon en Wullaert var með henni hjá Wolfsburg.
Wullaert, sem fimm árum yngri en Janice og þremur árum yngri en Sara, var kosin leikmaður ársins í Belgíu þar sem hún hjálpaði að vinna titilinn. Hún hefur síðan fært sig yfir til hollenska liðsins Fortuna Sittard. Wullaert er neð 67 mörk í 109 landsleikjum.
Cayman er enn leikmaður Lyon og hefur því verið liðsfélagi Söru síðustu árin. Hún er leikjahæsti leikmaður belgíska hópsins með 126 leiki og 47 mörk. Saman hafa þessar tvær því skorað langt yfir hundrað mörk fyrir landslið Belgíu.
Belgískur blaðamaður spurði Söru út í þessa tvo leikmenn og hún talaði vel um þær báðar. Sara sagði þær vera tveir hættulegustu sóknarmenn belgíska liðsins og að íslensku stelpurnar þyrftu að passa sig sérstaklega á þeim.
Wullaert hrósaði Sara sérstaklega fyrir tækni, hraða og leikskilning en Cayman aðallega fyrir vinnusemi, skynsemi og dugnað.