Blái liturinn og góða skapið var alls ráðandi, nær allir í íslenska landsliðsbúningnum og stuðningsmenn okkar ætla að mæta með gleðina að vopni á Academy leikvanginn á eftir.
Boðið var upp á skemmtiatriði, mat og drykkur var til sölu og aðallega fengu íslensku stuðningsmennirnir frábært tækifæri til að þétta raðirnar fyrir „Áfram Ísland“ á eftir.
Íslenski hópurinn ætlar síðan að ganga saman fylltu liði yfir á Academy Stadium þar sem Ísland mætir Belgíu klukkan 16.00 að íslenskum tíma.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var meðal okkar besta stuðningsfólks og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir neðan.


















