Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 10:23 Yfirvöld í Úkraínu hafa ítrekað gefið það til kynna undanfarna daga að umfangsmikil gagnárás sé í undirbúningi. Sérfræðingar efast um getu hersins til að hrekja Rússa aftur frá suðurströndinni á sama tíma og harðir bardagar standa yfir í austurhluta landsins. epa/Leszek Szymanski Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. Reznikov sagði í viðtali við The Times að Bretar hefðu átt stóran þátt í þeirri stefnubreytingu Vesturlanda að hætta að sjá Úkraínumönnum aðeins fyrir vopnum frá tíma Sovétríkjanna og fara að senda þeim hergögn sem Atlantshafsbandalagsríkin nota í dag. Hann sagði mikla þörf á að hraða vopnasendingum til landsins. „Það eru um það bil 700 þúsund manns í hernum og þegar þú bætir við þjóðvarnarliðinu, lögreglu og landamæravörðum erum við yfir milljón,“ sagði ráðherrann. Það væri gríðarlega mikilvægt efnahag landsins að taka aftur strandlengjuna við Svartahaf. Jack Watling, sérfræðingur við Royal United Services Institute, segir yfirlýsingu varnarmálaráðherrans þó meira heróp en raunverulega áætlun. „Þetta eru ekki milljón manns sem munu taka þátt í gagnárás,“ sagði Watling í samtali við BBC. Hann ítrekar að Úkraínumenn muni ekki vilja fara hátt með raunverulegar fyrirætlanir sínar en yfirlýsingunni sé ef til vill ætlað að fá Rússa til að verja meiri mannskap í að verja svæðin. Jonathan Beale, sérfræðingur BBC í varnarmálum, segir staðreynd málsins þá að hersveitir Úkraínu séu flestar bundnar í átökum í austurhluta landsins. Fjöldi hermanna hafi fallið á síðustu vikum og allsendis óvíst hvort Úkraínumenn hafa burði, eins og sakir standa, til að ráðast í gagnárás. Úkraínumenn gætu lært af þeim mistökum sem Rússar gerðu í upphafi innrásarinnar; að heyja ekki stríð á of mörgum víglínum í einu. Umfjöllun BBC. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Reznikov sagði í viðtali við The Times að Bretar hefðu átt stóran þátt í þeirri stefnubreytingu Vesturlanda að hætta að sjá Úkraínumönnum aðeins fyrir vopnum frá tíma Sovétríkjanna og fara að senda þeim hergögn sem Atlantshafsbandalagsríkin nota í dag. Hann sagði mikla þörf á að hraða vopnasendingum til landsins. „Það eru um það bil 700 þúsund manns í hernum og þegar þú bætir við þjóðvarnarliðinu, lögreglu og landamæravörðum erum við yfir milljón,“ sagði ráðherrann. Það væri gríðarlega mikilvægt efnahag landsins að taka aftur strandlengjuna við Svartahaf. Jack Watling, sérfræðingur við Royal United Services Institute, segir yfirlýsingu varnarmálaráðherrans þó meira heróp en raunverulega áætlun. „Þetta eru ekki milljón manns sem munu taka þátt í gagnárás,“ sagði Watling í samtali við BBC. Hann ítrekar að Úkraínumenn muni ekki vilja fara hátt með raunverulegar fyrirætlanir sínar en yfirlýsingunni sé ef til vill ætlað að fá Rússa til að verja meiri mannskap í að verja svæðin. Jonathan Beale, sérfræðingur BBC í varnarmálum, segir staðreynd málsins þá að hersveitir Úkraínu séu flestar bundnar í átökum í austurhluta landsins. Fjöldi hermanna hafi fallið á síðustu vikum og allsendis óvíst hvort Úkraínumenn hafa burði, eins og sakir standa, til að ráðast í gagnárás. Úkraínumenn gætu lært af þeim mistökum sem Rússar gerðu í upphafi innrásarinnar; að heyja ekki stríð á of mörgum víglínum í einu. Umfjöllun BBC.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira