Innlent

Grunaður um ölvunar­akstur vegna bana­slyssins á Meðal­lands­vegi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú slysið með aðstoð sérfræðings í rannsóknum ökutækja, tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins.
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú slysið með aðstoð sérfræðings í rannsóknum ökutækja, tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm

Ökumaðurinn sem slapp ómeiddur frá banaslysi á Meðallandsvegi aðfaranótt föstudags er grunaður um ölvun við akstur bifreiðarinnar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögregunnar. Farþegi bílsins lést þegar ekið var út af Meðallandsvegi í Skaftárhreppi föstudaginn 8. júlí síðastliðinn. Voru tveir fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu til Reykjavíkur en eru á batavegi, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Þá segir einnig að málið sé í hefðbundnu rannsóknarferli og er ökumaðurinn nú grunaður um ölvunarakstur.

Oddur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að fólkið sem lenti í slysinu hafi verið heimafólk á þrítugsaldri. Kona lést í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×