Arftaki Kristals Mána fundinn: „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 16:01 Danijel Dejan Djuric, nýjasti leikmaður Víkings. Vísir/Sigurjón Danijel Dejan Djuric er genginn í raðir Íslands- og bikarmeistara Víkings. Hann kemur úr unglingastarfi Midtjylland í Danmörku en þessi ungi leikmaður lék með Blikum áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2019. Danijel er aðeins 19 ára gamall og var framtíð hans í lausu lofti eftir að samningur hans við Midtjylland rann út á dögunum. Ákvað hann að koma heim og feta í fótspor Kristals Mána Ingasonar sem kom heim eftir dvöl í Danmörku og hefur gjörsamlega sprungið út undir styrkri handleiðslu Arnars. Kristall Máni er nú á leið til norska stórliðsins Rosenborgar þó svo að hann stefni á að spila með Víkingum út júlímánuð. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var þó ekkert að tvínóna við hlutina og sótti arftaka Kristals Mána þó svo að hann sé enn leikmaður Víkings. Inn er kominn leikmaður sem hefur blómstrað með yngri landsliðum Íslands og staðið sig með prýði í yngri liðum Midtjylland. Alls á Danijel að baki 42 yngri landsleiki og hefur hann skorað í þeim 14 mörk. Arnar er spenntur fyrir nýjasta liðsmanni sínum og segist hafa fylgst með honum í nokkur ár. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.Vísir/Hulda Margrét „Ég man eftir að hafa séð hann í 5. eða 4. flokki og hef fylgst með honum síðan. Hann fór ungur til Midtjylland og er einn af þessum strákum sem eru að koma heim aftur og byggja sinn feril upp. Við höfum góða reynslu af því, tökum vel á móti þessum strákum og hjálpum þeim.“ „Ég hef sagt við þá alla að ég vilji ekki hafa þá hér lengi. Þeir hjálpa mér, ég hjálpa þeim og við hjálpumst að. Ég hef rosalega mikla trú á þessum strák og að hann muni reynast okkur vel,“ sagði Arnar að endingu. Danijel sjálfur er gríðarlega spenntur fyrir komandi verkefnum í Víkinni en hann var spurður út í af hverju hann hefði valið Víking. „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö. Víkingar vildu fá mig hvað mest, Arnar seldi mér alveg hugmyndina um að koma og það er mjög flott hvernig þeir hafa byggt upp unga leikmenn sem koma heim. Ég er mjög spenntur eins og ég segi.“ Velkominn Danijel!Víkingur hefur staðfest komu Danijel Dejan Djuric til félagsins á frjálsri sölu frá Midtjylland í Danmörku. Daniel er nú þegar mættur til æfinga hjá félaginu.Lestu nánar hérhttps://t.co/JuJPvYa9cs— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2022 Einnig sagðist Danijel horfa upp til Kristals Mána og stefnir á að „negla þetta eins og hann gerði þetta.“ Danijel Dejan Djuric verður ekki með Víkingum gegn Malmö annað kvöld en gæti verið kominn inn í leikmannahóp liðsins er það mætir FH á laugardaginn kemur. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Danijel er aðeins 19 ára gamall og var framtíð hans í lausu lofti eftir að samningur hans við Midtjylland rann út á dögunum. Ákvað hann að koma heim og feta í fótspor Kristals Mána Ingasonar sem kom heim eftir dvöl í Danmörku og hefur gjörsamlega sprungið út undir styrkri handleiðslu Arnars. Kristall Máni er nú á leið til norska stórliðsins Rosenborgar þó svo að hann stefni á að spila með Víkingum út júlímánuð. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var þó ekkert að tvínóna við hlutina og sótti arftaka Kristals Mána þó svo að hann sé enn leikmaður Víkings. Inn er kominn leikmaður sem hefur blómstrað með yngri landsliðum Íslands og staðið sig með prýði í yngri liðum Midtjylland. Alls á Danijel að baki 42 yngri landsleiki og hefur hann skorað í þeim 14 mörk. Arnar er spenntur fyrir nýjasta liðsmanni sínum og segist hafa fylgst með honum í nokkur ár. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.Vísir/Hulda Margrét „Ég man eftir að hafa séð hann í 5. eða 4. flokki og hef fylgst með honum síðan. Hann fór ungur til Midtjylland og er einn af þessum strákum sem eru að koma heim aftur og byggja sinn feril upp. Við höfum góða reynslu af því, tökum vel á móti þessum strákum og hjálpum þeim.“ „Ég hef sagt við þá alla að ég vilji ekki hafa þá hér lengi. Þeir hjálpa mér, ég hjálpa þeim og við hjálpumst að. Ég hef rosalega mikla trú á þessum strák og að hann muni reynast okkur vel,“ sagði Arnar að endingu. Danijel sjálfur er gríðarlega spenntur fyrir komandi verkefnum í Víkinni en hann var spurður út í af hverju hann hefði valið Víking. „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö. Víkingar vildu fá mig hvað mest, Arnar seldi mér alveg hugmyndina um að koma og það er mjög flott hvernig þeir hafa byggt upp unga leikmenn sem koma heim. Ég er mjög spenntur eins og ég segi.“ Velkominn Danijel!Víkingur hefur staðfest komu Danijel Dejan Djuric til félagsins á frjálsri sölu frá Midtjylland í Danmörku. Daniel er nú þegar mættur til æfinga hjá félaginu.Lestu nánar hérhttps://t.co/JuJPvYa9cs— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2022 Einnig sagðist Danijel horfa upp til Kristals Mána og stefnir á að „negla þetta eins og hann gerði þetta.“ Danijel Dejan Djuric verður ekki með Víkingum gegn Malmö annað kvöld en gæti verið kominn inn í leikmannahóp liðsins er það mætir FH á laugardaginn kemur.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira