Þetta fullyrðir Jake Sullivan, öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta. Hann segir þetta benda ótvírætt til þess að Rússum sé farið að vanta vopn eftir linnulausar sprengjuárásir í Úkraínu undanfarna mánuði.
Bandaríkjamenn segjast ennfremur hafa upplýsingar um að Íranir ætli að þjálfa rússneska hermenn í notkun drónanna og að sú þjálfun sé í þann mund að hefjast.
Óljóst er þó hvort Rússar hafi fengið eitthvað af írönsku drónunum nú þegar en slíkir drónar hafa mikið verið notaðir af Houthi hersveitunum í Jemen til að gera árásir á Sádí Arabíu.
Drónar hafa nú þegar mikið verið notaðir í Úkraínustríðinu, af báðum fylkingum og sérstaklega hafa tyrkneskir drónar komið sér vel fyrir Úkraínumenn í baráttunni við innrásarliðið.