Fótbolti

„Leik­menn munu fara í loft­varnar­byrgi meðan loft­á­rásir standa yfir“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn úkraínska félagsins Shakhtar Donetsk í æfingaleik í apríl. 
Leikmenn úkraínska félagsins Shakhtar Donetsk í æfingaleik í apríl.  Mustafa Ciftci/Getty Images

Úkraínska úrvalsdeildin í fótbolta karla mun fara af stað á nýjan leik í ágúst samkvæmt tilkynningu Vadym Gutzeit, ráðherra æsku og íþrótta í landinu. Það virðist sem Úkraínumenn ætli ekki að láta innrás Rússa stöðva sig í að sparka bolta sín á milli.

Úkraínska deildin var lögð af tímabundið eftir innrás Rússa inn í landið í febrúar síðastliðnum. Síðan þá hefur enginn fótbolti verið spilaður en það styttist í að boltinn fari að rúlla. 

Samkvæmt Gutzeit mun deildin byrja 23. ágúst næstkomandi þó svo að enn sé stríð í landinu. Verða leikirnir leiknir innan landamæra Úkraínu en án áhorfenda fyrst um sinn til að gæta fyllsta öryggis. 

„Leik­menn, þjálfarar, starfslið og dómarar munu fara í loft­varnar­byrgi meðan loft­á­rásir standa yfir,“ bætti ráðherrann við.

Mikið af íþróttamannvirkjum Úkraínu eru í molum eftir innrás Rússa og þá er óvíst hvernig leikmenn liðanna taka í þá hugmynd að spila leiki á meðan þeir gætu átt von á sprengjuregni. 

Lequipe í Frakklandi greindi frá.


Tengdar fréttir

Hefði kostað Keflavík eina milljón dollara

Úkraínski miðjumaðurinn Ivan Kaliuzhnyi hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta en lánssamningur hans rennur út í byrjun næsta mánaðar.

Glugginn opinn en hvaða lið grípa í veskið?

Íslensk knattspyrnufélög geta núna stundað viðskipti að vild því félagaskiptaglugginn var opnaður í dag og verður ekki lokað fyrr en á miðnætti 26. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×