Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 07:30 Kristall Máni er mættur til Noregs. RBK.NO Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. Hinn tvítugi Kristall Máni skrifar undir fjögurra ára samning við Rosenborg eða út tímabilið 2026. Þá segir á vefsíðu norska félagsins að Kristall Máni muni skipta þann 1. ágúst er félagaskiptaglugginn í Noregi opnar. Hann nær því tveimur leikjum til viðbótar með Víkingum. Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um framtíð hins tvítuga Kristals Mána sem var frábær með Íslands- og bikarmeisturum Víkings á síðustu leiktíð. Hann hefur haldið áfram að spila vel í sumar, bæði með Víkingum sem og U-21 árs landsliði Íslands. Átti hann stóran þátt í að U-21 árs landsliðið komst í umspil um sæti á lokakeppni EM. Hann var svo frábær meðan hans naut við í fyrri leik Víkings og Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en hann fékk sitt annað gula spjald eftir að hafa jafnað metin í 1-1 þar sem dómari leiksins taldi hann vera að ögra stuðningsfólki Malmö. — Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) July 13, 2022 Hann flaug til Noregs um helgina og hefur gengið frá sínum málum þar sem Rosenborg tilkynnti hann sem nýjan leikmann nú í morgunsárið. Færsla liðsins á Twitter vekur athygli en þar má sjá lyndistákn (e. emoji) sem er með fingur uppi að vörum sínum, sama handahreyfing og Kristall Máni fékk sitt annað gula spjald fyrir gegn Malmö. „Það er mjög gott að vera hér. Borgin er fín, leikvangurinn er flottur. Þetta er risastórt félag og ég er spenntur. Það voru nokkur önnur lið sem höfðu áhuga en eftir að ég heyrði af áhuga Rosenborgar var valið einfalt,“ sagði Kristall Máni í kynningarmyndbandi félagsins. „Ég tel mig nokkuð skapandi leikmann, vill vera með boltann og skapa annað hvort færi eða mörk. Þegar ég kom aftur til Íslands var ég hægri bakvörður en ég hef breyst mikið og er orðinn mun meira sóknarþenkjandi. Draumurinn minn er að vinna deildina, ég vil einblína á það og svo sjáum við hvað gerist.“ Velkommin, Kristall pic.twitter.com/DkSsiwuY6c— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) July 13, 2022 Rosenborg er sem stendur í 5. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig eftir 13 leiki. Á liðið tvo leiki til góða á Viking sem er með 25 stig í 3. sætinu. Rosenborg er eitt af stærstu liðum Norðurlanda. Hefur liðið orðið Noregsmeistari 26 sinnum, oftast allra liða landsins. Þá hefur liðið 12 sinnum orðið bikarmeistari. Fótbolti Norski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur-Malmö 3-3 | Víkingar geta borið höfuðið hátt Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun bar vitni. 12. júlí 2022 22:30 „Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. 12. júlí 2022 21:51 Kristall Máni: Ég reyndar held að þetta sé ekki minn síðasti leikur Víkingar unnu góðan 3-2 sigur á ÍA í Víkinni í dag. Kristall Máni, sem hefur verið frábær fyrir Víkinga í sumar, hvorki skoraði né lagði upp í þessum leik en átti þó góðan leik líkt og oftast, sérstaklega í upphafi leiks. 9. júlí 2022 18:45 Kiddi Jak um rauða spjaldið: Þetta er svo skýrt í knattspyrnulögunum Mikil umræða skapaðist um seinna gula spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk í leik Víkings og Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðastliðinn mánudag. Kristinn Jakobsson, einn besti dómari Íslands frá upphafi, segir að ákvörðun dómarans hafi verið rétt. 7. júlí 2022 11:31 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Arnar telur að Kristall Máni verður seldur á næstu dögum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, telur nær öruggt að Kristall Máni Ingason verði seldur erlendis í félagaskiptaglugganum sem er nú opinn. 30. júní 2022 23:00 Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira
Hinn tvítugi Kristall Máni skrifar undir fjögurra ára samning við Rosenborg eða út tímabilið 2026. Þá segir á vefsíðu norska félagsins að Kristall Máni muni skipta þann 1. ágúst er félagaskiptaglugginn í Noregi opnar. Hann nær því tveimur leikjum til viðbótar með Víkingum. Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um framtíð hins tvítuga Kristals Mána sem var frábær með Íslands- og bikarmeisturum Víkings á síðustu leiktíð. Hann hefur haldið áfram að spila vel í sumar, bæði með Víkingum sem og U-21 árs landsliði Íslands. Átti hann stóran þátt í að U-21 árs landsliðið komst í umspil um sæti á lokakeppni EM. Hann var svo frábær meðan hans naut við í fyrri leik Víkings og Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en hann fékk sitt annað gula spjald eftir að hafa jafnað metin í 1-1 þar sem dómari leiksins taldi hann vera að ögra stuðningsfólki Malmö. — Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) July 13, 2022 Hann flaug til Noregs um helgina og hefur gengið frá sínum málum þar sem Rosenborg tilkynnti hann sem nýjan leikmann nú í morgunsárið. Færsla liðsins á Twitter vekur athygli en þar má sjá lyndistákn (e. emoji) sem er með fingur uppi að vörum sínum, sama handahreyfing og Kristall Máni fékk sitt annað gula spjald fyrir gegn Malmö. „Það er mjög gott að vera hér. Borgin er fín, leikvangurinn er flottur. Þetta er risastórt félag og ég er spenntur. Það voru nokkur önnur lið sem höfðu áhuga en eftir að ég heyrði af áhuga Rosenborgar var valið einfalt,“ sagði Kristall Máni í kynningarmyndbandi félagsins. „Ég tel mig nokkuð skapandi leikmann, vill vera með boltann og skapa annað hvort færi eða mörk. Þegar ég kom aftur til Íslands var ég hægri bakvörður en ég hef breyst mikið og er orðinn mun meira sóknarþenkjandi. Draumurinn minn er að vinna deildina, ég vil einblína á það og svo sjáum við hvað gerist.“ Velkommin, Kristall pic.twitter.com/DkSsiwuY6c— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) July 13, 2022 Rosenborg er sem stendur í 5. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig eftir 13 leiki. Á liðið tvo leiki til góða á Viking sem er með 25 stig í 3. sætinu. Rosenborg er eitt af stærstu liðum Norðurlanda. Hefur liðið orðið Noregsmeistari 26 sinnum, oftast allra liða landsins. Þá hefur liðið 12 sinnum orðið bikarmeistari.
Fótbolti Norski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur-Malmö 3-3 | Víkingar geta borið höfuðið hátt Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun bar vitni. 12. júlí 2022 22:30 „Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. 12. júlí 2022 21:51 Kristall Máni: Ég reyndar held að þetta sé ekki minn síðasti leikur Víkingar unnu góðan 3-2 sigur á ÍA í Víkinni í dag. Kristall Máni, sem hefur verið frábær fyrir Víkinga í sumar, hvorki skoraði né lagði upp í þessum leik en átti þó góðan leik líkt og oftast, sérstaklega í upphafi leiks. 9. júlí 2022 18:45 Kiddi Jak um rauða spjaldið: Þetta er svo skýrt í knattspyrnulögunum Mikil umræða skapaðist um seinna gula spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk í leik Víkings og Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðastliðinn mánudag. Kristinn Jakobsson, einn besti dómari Íslands frá upphafi, segir að ákvörðun dómarans hafi verið rétt. 7. júlí 2022 11:31 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Arnar telur að Kristall Máni verður seldur á næstu dögum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, telur nær öruggt að Kristall Máni Ingason verði seldur erlendis í félagaskiptaglugganum sem er nú opinn. 30. júní 2022 23:00 Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur-Malmö 3-3 | Víkingar geta borið höfuðið hátt Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun bar vitni. 12. júlí 2022 22:30
„Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. 12. júlí 2022 21:51
Kristall Máni: Ég reyndar held að þetta sé ekki minn síðasti leikur Víkingar unnu góðan 3-2 sigur á ÍA í Víkinni í dag. Kristall Máni, sem hefur verið frábær fyrir Víkinga í sumar, hvorki skoraði né lagði upp í þessum leik en átti þó góðan leik líkt og oftast, sérstaklega í upphafi leiks. 9. júlí 2022 18:45
Kiddi Jak um rauða spjaldið: Þetta er svo skýrt í knattspyrnulögunum Mikil umræða skapaðist um seinna gula spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk í leik Víkings og Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðastliðinn mánudag. Kristinn Jakobsson, einn besti dómari Íslands frá upphafi, segir að ákvörðun dómarans hafi verið rétt. 7. júlí 2022 11:31
Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31
Arnar telur að Kristall Máni verður seldur á næstu dögum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, telur nær öruggt að Kristall Máni Ingason verði seldur erlendis í félagaskiptaglugganum sem er nú opinn. 30. júní 2022 23:00