Öryggisvistun vegna alvarlegra líkamsárása á fangaverði og samfanga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2022 13:46 Líkamsárásirnar áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið gert að sæta áframhaldandi öryggisvistun vegna tveggja alvarlegra líkamsárása sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði í janúar síðastliðnum. Landsréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þar sem manninum er gert að sæta áframhaldandi vistun á viðeigandi stofnun til föstudagsins 5. ágúst. Er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa ráðist á samfanga á Hólmsheiði, en samkvæmt málsgögnum komu fangaverðir að samfanganum bóðugum á gólfi fangaklefans og var blóð á gólfi og veggjum. Hlaut hann opið sár á vör og munnholi, sprungu á tönn og heilahristing. Í skýrslutökum lýsti brotaþoli því að maðurinn hafi komið inn í klefann þar sem hann lá í rúmi sínu, kýlt hann þremur höggum í andlit og yfirgefið svo klefann þegar fangeverðir kölluðu á hann. Alvarlegar líkamsárásir á tvo fangaverði Samkvæmt málsgögnum réðist maðurinn einnig á tvo fangaverði inni í klefa. „Annar fangavörður var fyrir utan klefann og fór inn í klefann er hann heyrði læti þaðan, sá hann hvar kærði lét höggin dynja á fangaverðinum sem lá meðvitundarlaus og blóðugur á gólfinu,“ segir í dómnum Fangavörðurinn reyndi að stöðva kærða sem réðist þá gegn honum og veitti honum ítrekuð högg. Meðal áverka sem annar fangavarðanna hlaut er brot á andlitsbeinum, nefbeinabrot, tognun á öxl, mar á höfði, í munni og á brjóstkassa. Hlaut hinn fangavörðurinn bólgu á enni, skurð og mar á augabrún, sár á höfði og bólgu á vör Maðurinn hefur alfarið neitað að tjá sig í yfirheyrslum hjá lögreglu en meðal málsgagna eru myndbönd úr öryggismyndavélum fangelsisins. Í dómnum kemur einnig fram að maðurinn hafi frá árinu 2017 hlotið sjö refsidóma og verið dæmdur samtals í 57 mánaða fangelsi fyrir margvísleg auðgunar-, umferðar-, fíkniefna-og vopnalagabrot auk skjalabrots, húsbrots, rangra sakargifta, eignaspjalla, nytjastuldar og ráns. Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þar sem manninum er gert að sæta áframhaldandi vistun á viðeigandi stofnun til föstudagsins 5. ágúst. Er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa ráðist á samfanga á Hólmsheiði, en samkvæmt málsgögnum komu fangaverðir að samfanganum bóðugum á gólfi fangaklefans og var blóð á gólfi og veggjum. Hlaut hann opið sár á vör og munnholi, sprungu á tönn og heilahristing. Í skýrslutökum lýsti brotaþoli því að maðurinn hafi komið inn í klefann þar sem hann lá í rúmi sínu, kýlt hann þremur höggum í andlit og yfirgefið svo klefann þegar fangeverðir kölluðu á hann. Alvarlegar líkamsárásir á tvo fangaverði Samkvæmt málsgögnum réðist maðurinn einnig á tvo fangaverði inni í klefa. „Annar fangavörður var fyrir utan klefann og fór inn í klefann er hann heyrði læti þaðan, sá hann hvar kærði lét höggin dynja á fangaverðinum sem lá meðvitundarlaus og blóðugur á gólfinu,“ segir í dómnum Fangavörðurinn reyndi að stöðva kærða sem réðist þá gegn honum og veitti honum ítrekuð högg. Meðal áverka sem annar fangavarðanna hlaut er brot á andlitsbeinum, nefbeinabrot, tognun á öxl, mar á höfði, í munni og á brjóstkassa. Hlaut hinn fangavörðurinn bólgu á enni, skurð og mar á augabrún, sár á höfði og bólgu á vör Maðurinn hefur alfarið neitað að tjá sig í yfirheyrslum hjá lögreglu en meðal málsgagna eru myndbönd úr öryggismyndavélum fangelsisins. Í dómnum kemur einnig fram að maðurinn hafi frá árinu 2017 hlotið sjö refsidóma og verið dæmdur samtals í 57 mánaða fangelsi fyrir margvísleg auðgunar-, umferðar-, fíkniefna-og vopnalagabrot auk skjalabrots, húsbrots, rangra sakargifta, eignaspjalla, nytjastuldar og ráns.
Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52