„Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum” Runólfur Trausti Þórhallsson og Jón Már Ferro skrifa 13. júlí 2022 18:36 Rúnar vill sjá sitt lið gera betur. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn ekki vera í leit að liðsstyrk þó svo að mikil meiðsli herji nú á leikmannahóp liðsins. Hann segir einfaldlega að allir hjá félaginu þurfi að líta í spegil og bæta sig. Rúnar fór yfir stöðu mála fyrir leik sinna manna gegn pólska liðinu Pogoń Szczecin annað kvöld í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir eru 4-1 yfir eftir fyrri leikinn og möguleikar KR á að fara áfram litlir sem engir enda mótherjinn ógnarsterkur. „Staðan er sú sama og hún hefur verið í allt sumar. Það hafa leikmenn komið inn en á sama tíma detta aðrir út. Það styttist í að Kristján Flóki Finnbogason geti farið að taka meiri þátt. Hann er byrjaður að æfa, ekki heilu æfingarnar sem en að hluta til. Það er samt töluverður tími í að hann spili leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á liði sínu. Finnur Tómas hefur átt erfitt uppdráttar í sumar og verið langt frá sínu besta. Hann er nú meiddur.Vísir/Diego „Finnur Tómas Pálmason meiðist á svipuðum tíma og Arnór Sveinn Aðalsteinsson meiðist. Kristinn Jónsson meiðist líka á þessum tíma. Þetta eru þeir þrír leikmenn sem við söknum hvað mest núna, það er eitthvað í að þeir komi til baka. Við vitum ekkert hvað Kristinn verður lengi frá. Hnéð á honum er ekki gott, eitthvað sem gerir það að verkum að hann er frá allavega mánuð í viðbót, örugglega lengur.“ Hvað varðar Finn Tómas þá er framtíðin óljós þar sem KR-ingar vita ekki nákvæmlega hvað er að hrjá hann. „Þetta eru ökkla meiðsli sem við höfum ekki fengið 100 prósent greiningu á, en þetta lítur þó betur út en í byrjun. Það gæti verið mánuður í hann líka.“ Rúnar telur að Kristján Flóki gæti byrjað að spila eftir þrjár til fjórar vikur en sem stendur má hann ekki vera í neinni snertingu á æfingum. „Hann er bara jóker í miðjunni og það er bannað að tækla hann. Hann er samt á góðri leið.“ KR-ingar hafa ekki átt sitt besta sumar.Vísir/Hulda Margrét Að lokum var Rúnar spurður hvort hann ætlaði að sækja leikmenn í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. Svarið við því var frekar einfalt. „Nei, við erum ekki að skoða eitt né neitt. Við ætlum að klára tímabilið með þennan mannskap sem við erum með. Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum. Við þurfum bara allir að bæta okkur, líta í spegil og gera betur,” sagði Rúnar ákveðinn að endingu. KR mætir Pogoń Szczecin klukkan 18.15 á Meistaravöllum annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Rúnar fór yfir stöðu mála fyrir leik sinna manna gegn pólska liðinu Pogoń Szczecin annað kvöld í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir eru 4-1 yfir eftir fyrri leikinn og möguleikar KR á að fara áfram litlir sem engir enda mótherjinn ógnarsterkur. „Staðan er sú sama og hún hefur verið í allt sumar. Það hafa leikmenn komið inn en á sama tíma detta aðrir út. Það styttist í að Kristján Flóki Finnbogason geti farið að taka meiri þátt. Hann er byrjaður að æfa, ekki heilu æfingarnar sem en að hluta til. Það er samt töluverður tími í að hann spili leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á liði sínu. Finnur Tómas hefur átt erfitt uppdráttar í sumar og verið langt frá sínu besta. Hann er nú meiddur.Vísir/Diego „Finnur Tómas Pálmason meiðist á svipuðum tíma og Arnór Sveinn Aðalsteinsson meiðist. Kristinn Jónsson meiðist líka á þessum tíma. Þetta eru þeir þrír leikmenn sem við söknum hvað mest núna, það er eitthvað í að þeir komi til baka. Við vitum ekkert hvað Kristinn verður lengi frá. Hnéð á honum er ekki gott, eitthvað sem gerir það að verkum að hann er frá allavega mánuð í viðbót, örugglega lengur.“ Hvað varðar Finn Tómas þá er framtíðin óljós þar sem KR-ingar vita ekki nákvæmlega hvað er að hrjá hann. „Þetta eru ökkla meiðsli sem við höfum ekki fengið 100 prósent greiningu á, en þetta lítur þó betur út en í byrjun. Það gæti verið mánuður í hann líka.“ Rúnar telur að Kristján Flóki gæti byrjað að spila eftir þrjár til fjórar vikur en sem stendur má hann ekki vera í neinni snertingu á æfingum. „Hann er bara jóker í miðjunni og það er bannað að tækla hann. Hann er samt á góðri leið.“ KR-ingar hafa ekki átt sitt besta sumar.Vísir/Hulda Margrét Að lokum var Rúnar spurður hvort hann ætlaði að sækja leikmenn í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. Svarið við því var frekar einfalt. „Nei, við erum ekki að skoða eitt né neitt. Við ætlum að klára tímabilið með þennan mannskap sem við erum með. Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum. Við þurfum bara allir að bæta okkur, líta í spegil og gera betur,” sagði Rúnar ákveðinn að endingu. KR mætir Pogoń Szczecin klukkan 18.15 á Meistaravöllum annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira