Erlent

Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag

Heimir Már Pétursson skrifar
Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra er enn efstur í leiðtogakjörinu. Það gæti breyst eftir þriðju umferð á mánudag þegar aðrir frambjóðendur gætu ákveðið að draga sig í hlé og lýsa yfir stuðningi við einhverja aðra en hann.
Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra er enn efstur í leiðtogakjörinu. Það gæti breyst eftir þriðju umferð á mánudag þegar aðrir frambjóðendur gætu ákveðið að draga sig í hlé og lýsa yfir stuðningi við einhverja aðra en hann. AP/Alberto Pezzal

Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag.

Í gær fór fram fyrsta umferð í kjöri þingmanna Íhaldsflokksins á næsta leiðtoga flokksins og um leið forsætisráðherra sem tekur við af Boris Johnson sem nýlega sagði af sér vegna ýmissra hneykslismála eftir þrjú ár í leiðtogaembættinu. Sex frambjóðendur áunnu sér rétt til að taka þátt í annarri umferð sem fram fór í dag.

Rúnar Vilberg

Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. Þar á eftir koma Kemi Badenoch með 49 atkvæði og Tom Tugendhat með 32 atkvæði. Suella Braverman rak lestina með 27 atkvæði og fellur úr leik fyrir þriðju kosninguna á mánudag samkvæmt reglum flokksins.

Þingmenn munu greiða atkvæði um leiðtogasætið þar til aðeins tveir frambjóðendur verða eftir. Þá hefst póst kosning með þátttöku allt að 200 þúsund flokksmanna. Að henni lokinni tekur nýr leiðtogi og forsætisráðherra Bretlands við hinn 5. september.


Tengdar fréttir

Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu

Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði.

John­son segist ekki vilja gera neinum það að lýsa yfir stuðningi við hann

„Ég vil ekki eyðileggja fyrir neinum með því að veita honum stuðning minn,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist lýsa yfir stuðningi við einhvern þeirra einstaklinga sem sækist eftir því að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×