Fótbolti

Elías Rafn lék allan leikinn á milli stanganna í opnunar­leik dönsku úr­vals­deildarinnar

Atli Arason skrifar
Elías Rafn Ólafsson er markvörður Midtjylland.
Elías Rafn Ólafsson er markvörður Midtjylland. Getty/Jose Manuel Alvarez

Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland, var í marki liðsins í 1-1 jafntefli liðsins gegn Randers í opnunarleik dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Midtjylland, sem spilaði á heimavelli, komst yfir með marki Gustav Isaksen á 54. mínútu en Adam Andersson jafnaði fyrir Randers sex mínútum síðar og þar við sat.

Á sunnudaginn fara fram fjórir leikir í deildinni en þar á meðal eru tveir Íslendingaslagir á dagskrá. Freyr Alexandersson og Sævar Atli Magnússon hjá Lyngby verða í eldlínunni í fyrsta leiki sínum í dönsku úrvalsdeildinni gegn Silkeborg, þar sem Stefán Teitur Þórðarson spilar.

Síðar um daginn er svo leikur FCK og Horsens. Aron Sigurðarson leikur með Horsens en Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Orri Steinn Óskarsson og Galdur Guðmundsson eru í liði FCK.

Næsti leikur Elíasar og félaga í Midtjylland er gegn AEK Larnaca frá Kýpur í forkeppni Meistaradeildar Evrópu næsta þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×