Erlent

Ríkis­sak­sóknara Úkraínu og yfir­manni SBU sagt upp

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bæði voru þau nánir bandamenn Volódímír Selenskí.
Bæði voru þau nánir bandamenn Volódímír Selenskí. EPA/Eduardo Munoz

Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta.

Blaðamaðurinn Christopher Miller greinir frá þessu en hann hafði spáð því að Bakanov yrði rekinn á næstunni fyrir nokkrum vikum.

Talið er að Selenskí vilji einhvern nýjan til að stýra leyniþjónustunni til að hressa upp á hana. Þá hafi Bakanov ekki verið búinn að undirbúa leyniþjónustuna almennilega þegar Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar síðastliðinn.

Bæði Bakanov og Venediktova voru nánir bandamenn Selenskí og aðstoðuðu hann við kosningabaráttu sína þegar hann var í framboði til forsetaembættisins.

Þá hafa einhverjir skandalar verið í kringum SBU, til dæmis ákvað yfirmaður þar að kveikja í byggingu þeirra eftir að Rússar réðust inn í landið. Það var gert því hann taldi sig ekki hafa tíma til að brenna öll skjöl sem voru þar inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×