Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Árni Jóhansson skrifar 18. júlí 2022 23:00 Karólína stóð í ströngu á mörgum vígstöðum á móti Frökkum Vísir/Vilhelm Gunnarsson Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. „Auðvitað er það mjög súrt að við höfum ekki farið áfram. Mér fannst það skilið. Við vorum inn í öllum leikjunum, skorum þrjú góð mörk og fáum ekki nema þrjú á okkur á móti þessum stóru þjóðum“, sagði Karólína þegar hún var spurð út í hvernig hún liti á stöðuna eftir leik. Hún var því næst spurð hvort það þyrfti ekki bara að jafna sig á þessu svo það væri hægt að fara að vera stolt af frammistöðunni og þeirri staðreynd að liðið hafi farið í gegnum mótið taplaust.. „Algjörlega. Fremst í huganum er bara þakklæti fyrir alla þessa geggjuðu stuðningsmenn sem mættu hérna í þessum brjálaða hita. Það var eiginlega ótrúlegt.“ Aðstæður voru erfiðar vegna hitans og Karólína var spurð að því hvort það hafi ekki verið að fara að taka á að spila leikinn. „Jú en við reyndum bara að vera jákvæðar og gefa hvor annarri jákvæða orku allan leikinn. Það er ekkert smá gaman að vera í svona bardaga.“ Það var náttúrlega mikið áfall að fá á sig mark á fyrstu mínútunni en svo voru tvö mörk tekin af Frökkum eftir myndbandsdómgæslu. Karólína var spurð út í tilfinningarnar sem fóru í gegnum huga hennar þegar allt þetta fór fram. „Ég var bara alveg í sjokki. Ég get alveg viðurkennt það. Ég sá ekki allt sem fór fram en ég trúði því alltaf að við gætum allavega jafnað leikinn. Það gekk eftir en það var bara ekki nóg eftir.“ Karólína var að spila á sínu fyrsta stórmóti og var spurð að því hvað hún tæki með sér inn í framtíðina og hvernig var að spila fyrir þjálfarann. „Ég tek bara reynsluna. Ég fékk mikið traust á þessu móti. Eins og ég segi þá er framtíðin björt hjá okkur. Það er æðislegt að spila fyrir hann og ég mun alltaf reyna að gera allt sem ég get fyrir hann.“ Að lokum var Karólína spurð út í það hvort hún hafi orðið vör við umræðuna um landsliðið og frammistöðu hennar á samfélagsmiðlunum. „Já og nei. Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta.“ Klippa: Karólína Lea eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
„Auðvitað er það mjög súrt að við höfum ekki farið áfram. Mér fannst það skilið. Við vorum inn í öllum leikjunum, skorum þrjú góð mörk og fáum ekki nema þrjú á okkur á móti þessum stóru þjóðum“, sagði Karólína þegar hún var spurð út í hvernig hún liti á stöðuna eftir leik. Hún var því næst spurð hvort það þyrfti ekki bara að jafna sig á þessu svo það væri hægt að fara að vera stolt af frammistöðunni og þeirri staðreynd að liðið hafi farið í gegnum mótið taplaust.. „Algjörlega. Fremst í huganum er bara þakklæti fyrir alla þessa geggjuðu stuðningsmenn sem mættu hérna í þessum brjálaða hita. Það var eiginlega ótrúlegt.“ Aðstæður voru erfiðar vegna hitans og Karólína var spurð að því hvort það hafi ekki verið að fara að taka á að spila leikinn. „Jú en við reyndum bara að vera jákvæðar og gefa hvor annarri jákvæða orku allan leikinn. Það er ekkert smá gaman að vera í svona bardaga.“ Það var náttúrlega mikið áfall að fá á sig mark á fyrstu mínútunni en svo voru tvö mörk tekin af Frökkum eftir myndbandsdómgæslu. Karólína var spurð út í tilfinningarnar sem fóru í gegnum huga hennar þegar allt þetta fór fram. „Ég var bara alveg í sjokki. Ég get alveg viðurkennt það. Ég sá ekki allt sem fór fram en ég trúði því alltaf að við gætum allavega jafnað leikinn. Það gekk eftir en það var bara ekki nóg eftir.“ Karólína var að spila á sínu fyrsta stórmóti og var spurð að því hvað hún tæki með sér inn í framtíðina og hvernig var að spila fyrir þjálfarann. „Ég tek bara reynsluna. Ég fékk mikið traust á þessu móti. Eins og ég segi þá er framtíðin björt hjá okkur. Það er æðislegt að spila fyrir hann og ég mun alltaf reyna að gera allt sem ég get fyrir hann.“ Að lokum var Karólína spurð út í það hvort hún hafi orðið vör við umræðuna um landsliðið og frammistöðu hennar á samfélagsmiðlunum. „Já og nei. Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta.“ Klippa: Karólína Lea eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15
Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti