Síðasta met var 38,7 gráður og var það sett árið 2019.
Veðurstofa Bretlands segir að búist sé við því að hitinn muni hækka enn meira í dag og þá í allt að 42 gráður, samkvæmt frétt BBC.
BBC segir einnig útlit fyrir að hitamet verði slegið í Skotlandi í dag en metið þar er 32,9 gráður og er frá ágúst 2003.
Mjög umfangsmikil hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og er það í annað sinn á innan við mánuði. Skógareldar loga víða og fjöldi fólks er sagður hafa dáið vegna hitans.