Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 08:17 Svona var umhorfs í Wennington í nágrenni Lundúna eftir að gróðureldar loguðu á heitasta degi í sögu Bretlands. getty Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Søren Jacobsen, veðurfræðingi, á síðu sinni þar sem hann telur líklegt að það met falli í dag en spáð er allt að 36 gráðu hita í Danmörku í dag. Fara þarf 47 ár aftur í tímann til að finna síðustu mælingar þar sem hitinn fór yfir 36 gráður í Danmörku en það gerðist þann 10 ágúst árið 1975. „Það met gæti vel fallið í dag,“ segir Søren og bætir við að það virðist sem að þurrkar og mikill hiti geisi um allt landið. Spáin í Danmörku í dag.DR Í gær, þriðjudag, hríðféllu hitametin og slökkviliðsmenn víða um Evrópu áttu í fullu fangi með að minnka skaðann. Í Bretlandi fór hitinn í fyrsta sinn yfir 40 gráður í gær og skógareldar geisuðu í nágrenni Lundúna. Í Þýskalandi hefur hitinn ekki mælst meiri á þessu ári og í Portúgal hefur dauðsföllum fjölgað mikið síðustu daga eftir linnulausa skógarelda þar í landi. Fleiri svæði lengra til norðurs eru sömuleiðis í aukinni hættu fyrir skógareldum og í Belgíu og Hollandi er gert ráð fyrir methita. Búast við því versta Alþjóðaveðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna hefur samt sem áður varað við því að búast megi við enn skæðari skógareldum á næstunni. Hitabylgjur hafa orðið mun algengari á síðustu árum og vara lengur vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. „Í framtíðinni munu svona hitabylgjur verða daglegt brauð og við munum sjá enn meiri öfga í veðri,“ sagði forstjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunar SÞ Peterri Taalas. Veður Danmörk Bretland Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Sjá meira
Danska ríkisútvarpið hefur eftir Søren Jacobsen, veðurfræðingi, á síðu sinni þar sem hann telur líklegt að það met falli í dag en spáð er allt að 36 gráðu hita í Danmörku í dag. Fara þarf 47 ár aftur í tímann til að finna síðustu mælingar þar sem hitinn fór yfir 36 gráður í Danmörku en það gerðist þann 10 ágúst árið 1975. „Það met gæti vel fallið í dag,“ segir Søren og bætir við að það virðist sem að þurrkar og mikill hiti geisi um allt landið. Spáin í Danmörku í dag.DR Í gær, þriðjudag, hríðféllu hitametin og slökkviliðsmenn víða um Evrópu áttu í fullu fangi með að minnka skaðann. Í Bretlandi fór hitinn í fyrsta sinn yfir 40 gráður í gær og skógareldar geisuðu í nágrenni Lundúna. Í Þýskalandi hefur hitinn ekki mælst meiri á þessu ári og í Portúgal hefur dauðsföllum fjölgað mikið síðustu daga eftir linnulausa skógarelda þar í landi. Fleiri svæði lengra til norðurs eru sömuleiðis í aukinni hættu fyrir skógareldum og í Belgíu og Hollandi er gert ráð fyrir methita. Búast við því versta Alþjóðaveðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna hefur samt sem áður varað við því að búast megi við enn skæðari skógareldum á næstunni. Hitabylgjur hafa orðið mun algengari á síðustu árum og vara lengur vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. „Í framtíðinni munu svona hitabylgjur verða daglegt brauð og við munum sjá enn meiri öfga í veðri,“ sagði forstjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunar SÞ Peterri Taalas.
Veður Danmörk Bretland Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Sjá meira