Fyrrverandi markvörður Liverpool var háður verkjalyfjum: „Verður önnur manneskja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2022 23:30 Kirkland í leik gegn Manchester United. EPA/MAGI HAROUN Chris Kirkland, fyrrverandi markvörður Liverpool sem og annarra liða, hefur undanfarinn áratug verið háður verkjalyfjum. Kirkland hefur áður rætt glímu sína við bæði þunglyndi og kvíða. Nú hefur hann opnað sig varðandi ofneyslu sína á verkjalyfjum. Hinn 41 árs gamli Kirkland lék með Liverpool frá árinu 2001 til 2006. Hann var lánaður til bæði West Bromwich Albion og Wigan Athletic á meðan hann var á mála hjá félaginu. Krikland gekk svo alfarið í raðir Wigan árið 2006 og var þar til 2012 er hann skipti yfir til Sheffield Wednesday. Hann endaði ferilinn árið 2016 eftir stutt stop hjá Bury þar sem hann spilaði ekki leik. Hann hefur glímt við hina ýmsu djöfla á lífsleiðinni og hefur almennt verið frekar opinn með það. Markvörðurinn fyrrverandi hefur hins vegar farið leynt með neyslu sína á verkjalyfjum, það er þangað til nú. Kirkland í leik með Wednesday.EPA/PETER POWELL Í viðtali við breska ríkisútvarpið segist Kirkland hafa byrjað að taka verkjalyf árið 2008 vegna bakverkja. „Ekkert of mikið, bara tvær til þrjár á dag til að halda verknum niðri,“ segir hann. Kirkland bjó áfram á sama stað eftir að hafa samið við Wednesday sem þýddi að hann þurfti að ferðast meira. Þá jók hann skammtinn til að bakverkirnir yrðu ekki of slæmir á meðan hann ferðaðist svona mikið. Hann meiddist á baki tveimur dögum fyrir fyrsta leikinn sinn hjá Wednesday og reif því upp gamla „góða“ pilluboxið. „Ég var tilbúinn að gera hvað sem er til að spila fyrsta leikinn og heilla áhorfendurnar, svo ég tók pillurnar.“ „Þetta hjálpaði við að halda kvíðanum niðri en líkami þinn venst magninu sem þú ert að taka svo þú þarft að auka skammtinn jafnt og þétt. Þetta fer að hafa áhrif á þig andlega og þú verður allt önnur manneskja.“ „Ég gjörbreyttist. Ég kom heim og lokaði mig af, ég vildi ekki tala við neinn. Ég var að taka tíu sinnum það sem maður átti að taka á einum degi.“ I m Chris Kirkland I ve been Addicted to Painkillers for 10 years wow it feels good and freeing to say that story now out @henrywinter @benfisherj @TimesSport @guardian hope it helps people live on @talkSPORT 11am https://t.co/TEpgf8mejH pic.twitter.com/67tKZo420a— Chris Kirkland (@ChrisKirkland43) July 21, 2022 „Það tók mig tíu ár en maður verður að opna sig og biðja um hjálp. Það er eina liðin til að ná sér að fullu. Ég hef reynt að gera þetta einn og það hefur alltaf mistekist. Ég vissi að ég myndi ekki fá hjálp þá yrði ég ekki hér mikið lengur.“ „Mér líður betur núna. Eiginkona mín hefur fengið eiginmann sinn aftur og dóttir mín hefur fengið föður sinn til baka. Það hvetur mig áfram og er ástæðan fyrir því að ég vil ekki verða háður verkjalyfjum aftur,“ sagði Kirkland að endingu í opinskáu viðtali við BBC. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Kirkland lék með Liverpool frá árinu 2001 til 2006. Hann var lánaður til bæði West Bromwich Albion og Wigan Athletic á meðan hann var á mála hjá félaginu. Krikland gekk svo alfarið í raðir Wigan árið 2006 og var þar til 2012 er hann skipti yfir til Sheffield Wednesday. Hann endaði ferilinn árið 2016 eftir stutt stop hjá Bury þar sem hann spilaði ekki leik. Hann hefur glímt við hina ýmsu djöfla á lífsleiðinni og hefur almennt verið frekar opinn með það. Markvörðurinn fyrrverandi hefur hins vegar farið leynt með neyslu sína á verkjalyfjum, það er þangað til nú. Kirkland í leik með Wednesday.EPA/PETER POWELL Í viðtali við breska ríkisútvarpið segist Kirkland hafa byrjað að taka verkjalyf árið 2008 vegna bakverkja. „Ekkert of mikið, bara tvær til þrjár á dag til að halda verknum niðri,“ segir hann. Kirkland bjó áfram á sama stað eftir að hafa samið við Wednesday sem þýddi að hann þurfti að ferðast meira. Þá jók hann skammtinn til að bakverkirnir yrðu ekki of slæmir á meðan hann ferðaðist svona mikið. Hann meiddist á baki tveimur dögum fyrir fyrsta leikinn sinn hjá Wednesday og reif því upp gamla „góða“ pilluboxið. „Ég var tilbúinn að gera hvað sem er til að spila fyrsta leikinn og heilla áhorfendurnar, svo ég tók pillurnar.“ „Þetta hjálpaði við að halda kvíðanum niðri en líkami þinn venst magninu sem þú ert að taka svo þú þarft að auka skammtinn jafnt og þétt. Þetta fer að hafa áhrif á þig andlega og þú verður allt önnur manneskja.“ „Ég gjörbreyttist. Ég kom heim og lokaði mig af, ég vildi ekki tala við neinn. Ég var að taka tíu sinnum það sem maður átti að taka á einum degi.“ I m Chris Kirkland I ve been Addicted to Painkillers for 10 years wow it feels good and freeing to say that story now out @henrywinter @benfisherj @TimesSport @guardian hope it helps people live on @talkSPORT 11am https://t.co/TEpgf8mejH pic.twitter.com/67tKZo420a— Chris Kirkland (@ChrisKirkland43) July 21, 2022 „Það tók mig tíu ár en maður verður að opna sig og biðja um hjálp. Það er eina liðin til að ná sér að fullu. Ég hef reynt að gera þetta einn og það hefur alltaf mistekist. Ég vissi að ég myndi ekki fá hjálp þá yrði ég ekki hér mikið lengur.“ „Mér líður betur núna. Eiginkona mín hefur fengið eiginmann sinn aftur og dóttir mín hefur fengið föður sinn til baka. Það hvetur mig áfram og er ástæðan fyrir því að ég vil ekki verða háður verkjalyfjum aftur,“ sagði Kirkland að endingu í opinskáu viðtali við BBC.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira