Erlent

Þjófar skiluðu stolnu úri þegar þeir föttuðu að það væri eftir­líking

Bjarki Sigurðsson skrifar
Atvikið átti sér stað á veitingastað við torgið Trieste e Trento í Napolí.
Atvikið átti sér stað á veitingastað við torgið Trieste e Trento í Napolí. Getty/Fabio Burrelli

Þjófar í Napolí á Ítalíu skiluðu manni úri sem þeir stálu af honum þegar þeir áttuðu sig á því að úrið væri eftirlíking. Atvikið átti sér stað fyrir utan veitingastað í borginni og náðist á myndband af öryggismyndavélum.

Tveir svissneskir menn sátu við borð fyrir utan veitingastaðinn og spjölluðu þegar karlmaður gekk að þeim og miðar byssu að haus annars mannsins. Hann greip úrið hans og gekk í burtu.

Sjö mínútum seinna kom annar maður, líklegast félagi þjófsins, til baka og baðst afsökunar. Hann skilaði úrinu og gekk aftur í burtu. Í samtali við CNN segir Antonio Visconti, eigandi veitingastaðarins, ástæðuna vera að úrið var eftirlíking og því ekki neins virði.

„Hann kom með það til baka og sagði: „Afsakið, afsakið,“ líklegast til að koma í veg fyrir að fórnarlömbin tilkynntu þjófnaðinn,“ segir Visconti.

Mennirnir höfðu talið að úrið væri ekta Richard Mille-úr og fjörutíu milljón króna virði.

Atvikið náðist á myndband sem má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×