„Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. júlí 2022 22:36 Erla Sigurðardóttir, íbúi í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn, segir að fólk gráti sig í svefn eftir ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Stöð 2 Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. „Bara ömurlegt, maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa,“ segir Erla Sigurðardóttir. Erla hefur átt hjólhýsi í byggðinni í 37 ár. Hún segir að mikil eftirsjá verði eftir hýsinu og því sem byggt hefur verið í kringum það. „Og missa allt góða fólkið, maður á góðan félagsskap hérna. Búin að eiga það í öll þessi ár.“ Erla sér ekki fyrir sér að koma upp sams konar aðstöðu á öðrum stað. „Ég er orðin svo gömul, ég er að verða áttræð í febrúar. Ég geri það ekki, ég hætti bara. Það hlýtur að vera svolítil eftirsjá í því? „Alveg ömurlegt.“ Fleiri sem átt hafa griðarstað í hjólhýsabyggðinni taka undir sjónarmið Erlu. „Þetta er náttúrulega ömurlegt, hérna höfum haft það gott og haft afdrep. Búið að vera mjög gott að vera hérna,“ segir Agnes Jónsdóttir, íbúi í byggðinni. Málið stendur mörgum afar nærri, en eftir ákvörðun Bláskógabyggðar þarf fólk að vera farið fyrir næstu áramót. „Það er náttúrulega fólk búið að vera hér allt upp í fjörutíu ár. Hérna er fólk enn þá hér og það er bara grátandi yfir þessu,“ segir Agnes. Fólk á svæðinu er margt ósátt við sveitarstjórnina og telur hana ekki hafa sýnt vilja til viðræðna um að halda byggðinni. „Halda okkur hérna í 21 mánuð, með von um það, eða okkur fannst það öllum, að við værum að sigla þessu í land. En nei. Svo kemur þetta núna bara eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Sigríður Kristín Eysteinsdóttir. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir að sveitarstjórn skilji vel að fólk sé ekki sátt með niðurstöðuna. Ákvörðunin hafi þó verið tekin fyrir tveimur árum og nokkrum sinnum verið ítrekuð. „Maður gæti hugsað sem svo að hjólhýsi séu eitthvað sem er auðvelt að fara með og flytja annað. Auðvitað eru margir sem hafa byggt miklu meira en þá fjóra fermetra sem heimilt er samkvæmt samningum. Það er auðvitað heilmikið mál að taka það upp og flytja sig eða koma því í verð. Við skiljum það alveg að fólk sé ekki alveg svona sátt með þessa niðurstöðu að hún skuli vera svona endanleg,“ segir Ásta. Upp hafa sprottið margar samsæriskenningar um hvað skuli gera við landið eftir að hjólhýsabyggðin er farin á brot. Einhverjir hafa nefnt að landið verði selt undir hótel eða til Bláa lónsins. „Það hafa gengið ótrúlegar sögur og samsæriskenningar um þetta. Ég hef líka heyrt nefnda sorpbrennslustöð að það sé búið að selja landið undir hana. Það á ekki neitt af þessu við nein rök að styðjast. Í raun er það þannig að það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvað verður gert við landið,“ segir Ásta. Ákvörðunin verður ekki tekin fyrr en það verður búið að rýma svæðið. „Það er búið að vera miklar samsæriskenningar og kynda undir óánægju á netinu með því sem maður getur kallað netníð. Það er bara miður en við vonum að þetta bara leysist farsællega og það verði allir sáttir þegar þar að kemur.“ Bláskógabyggð Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Bara ömurlegt, maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa,“ segir Erla Sigurðardóttir. Erla hefur átt hjólhýsi í byggðinni í 37 ár. Hún segir að mikil eftirsjá verði eftir hýsinu og því sem byggt hefur verið í kringum það. „Og missa allt góða fólkið, maður á góðan félagsskap hérna. Búin að eiga það í öll þessi ár.“ Erla sér ekki fyrir sér að koma upp sams konar aðstöðu á öðrum stað. „Ég er orðin svo gömul, ég er að verða áttræð í febrúar. Ég geri það ekki, ég hætti bara. Það hlýtur að vera svolítil eftirsjá í því? „Alveg ömurlegt.“ Fleiri sem átt hafa griðarstað í hjólhýsabyggðinni taka undir sjónarmið Erlu. „Þetta er náttúrulega ömurlegt, hérna höfum haft það gott og haft afdrep. Búið að vera mjög gott að vera hérna,“ segir Agnes Jónsdóttir, íbúi í byggðinni. Málið stendur mörgum afar nærri, en eftir ákvörðun Bláskógabyggðar þarf fólk að vera farið fyrir næstu áramót. „Það er náttúrulega fólk búið að vera hér allt upp í fjörutíu ár. Hérna er fólk enn þá hér og það er bara grátandi yfir þessu,“ segir Agnes. Fólk á svæðinu er margt ósátt við sveitarstjórnina og telur hana ekki hafa sýnt vilja til viðræðna um að halda byggðinni. „Halda okkur hérna í 21 mánuð, með von um það, eða okkur fannst það öllum, að við værum að sigla þessu í land. En nei. Svo kemur þetta núna bara eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Sigríður Kristín Eysteinsdóttir. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir að sveitarstjórn skilji vel að fólk sé ekki sátt með niðurstöðuna. Ákvörðunin hafi þó verið tekin fyrir tveimur árum og nokkrum sinnum verið ítrekuð. „Maður gæti hugsað sem svo að hjólhýsi séu eitthvað sem er auðvelt að fara með og flytja annað. Auðvitað eru margir sem hafa byggt miklu meira en þá fjóra fermetra sem heimilt er samkvæmt samningum. Það er auðvitað heilmikið mál að taka það upp og flytja sig eða koma því í verð. Við skiljum það alveg að fólk sé ekki alveg svona sátt með þessa niðurstöðu að hún skuli vera svona endanleg,“ segir Ásta. Upp hafa sprottið margar samsæriskenningar um hvað skuli gera við landið eftir að hjólhýsabyggðin er farin á brot. Einhverjir hafa nefnt að landið verði selt undir hótel eða til Bláa lónsins. „Það hafa gengið ótrúlegar sögur og samsæriskenningar um þetta. Ég hef líka heyrt nefnda sorpbrennslustöð að það sé búið að selja landið undir hana. Það á ekki neitt af þessu við nein rök að styðjast. Í raun er það þannig að það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvað verður gert við landið,“ segir Ásta. Ákvörðunin verður ekki tekin fyrr en það verður búið að rýma svæðið. „Það er búið að vera miklar samsæriskenningar og kynda undir óánægju á netinu með því sem maður getur kallað netníð. Það er bara miður en við vonum að þetta bara leysist farsællega og það verði allir sáttir þegar þar að kemur.“
Bláskógabyggð Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent