Innlent

Sparkaði í dyraverði og lögreglumenn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lögreglan þurfti að sinna útköllum þessa nóttina sem önnur.
Lögreglan þurfti að sinna útköllum þessa nóttina sem önnur. Vísir/Vilhelm

Óskað eftir aðstoð lögreglu að á skemmtistað í miðbænum vegna tveggja einstaklinga sem voru til vandræða. Annar einstaklingurinn handtekinn en hann er gurnaður um að hafa sparkað bæði í dyraverði og lögreglumenn en einstaklingurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en að öðru leyti virðist hafa verið nokkuð tíðindalítið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þessa nóttina.

Tilkynnt var um rafhlaupahjólaslys í miðbænum skömmu eftir miðnætti en þar hafði einstaklingur fallið af hjóli og var með áverka í andliti. Einstaklingurinn fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.

Þá voru fjórar bifreiðar stöðvaðar í miðbænum og hlíðahverfi þar sem ökumenn voru grunaðir um ölvunarakstur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×