Víkingur vann stærsta alþjóðlega mót heims Hjörvar Ólafsson skrifar 23. júlí 2022 20:46 Víkingar fagna sigri sínum á Gothia Cup. Mynd/Gothia Cup Víkingur bar sigur úr býtum á hinu alþjóðlega móti móti í fótbolta drengja yngri en 16 ára. Víkingur lagði Stjörnuna að velli í úrslitaleik mótsins eftir markalausan leik og vítaspyrnukeppni. Alls voru 167 lið sem kepptu í þessum aldursflokki og árangur Víkings og Stjörnunnar þar af leiðandi frábær. Gothia Cup er stærsta alþjóðlega ungmennamót í fótbolta sem haldið er í heiminum ár hvert en þar keppa 1.700 lið frá 80 þjóðum í aldursflokkunum 13 - 16 ára drengja og stúlkna. „Við höfðum betur í öllum leikjum okkar á mótinu. Ég er himinlifandi með að hafa unnið mótið og ég trúi þessu í raun ekki ennþá,“ sagði Ketill Guðlaugur Ágústsson, fyrirliði Víkings í samtali við heimasíðu mótsins í leikslok. „Við finnum varla fyrir fótunum okkar við erum svo þreyttir. Ég er gráti næst, þetta er svo frábær tilfinning," sagði fyrirliðinn enn fremur. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem veitti Víkingum sigurverðlaunin að leik loknum en sonur hans var á meðal þátttakenda á mótinu. Vikingur 1 won and was handed the trophy by the president of Iceland! #gothiacup #gothiacup2022— Gothia Cup (@Gothia_Cup) July 23, 2022 Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið. Þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á við Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar. Stjarnan 1 í flokki 14 ára stúlkna laut í lægra haldi fyrir Street Ball FC frá Vancouver í Kanada í úrslitaleik í þeim flokki. Stjarnan hafði borið sigurorð gegn þremur bandarískum liðum á leið sinni í úrslitin. Fótbolti Víkingur Reykjavík Íþróttir barna Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Alls voru 167 lið sem kepptu í þessum aldursflokki og árangur Víkings og Stjörnunnar þar af leiðandi frábær. Gothia Cup er stærsta alþjóðlega ungmennamót í fótbolta sem haldið er í heiminum ár hvert en þar keppa 1.700 lið frá 80 þjóðum í aldursflokkunum 13 - 16 ára drengja og stúlkna. „Við höfðum betur í öllum leikjum okkar á mótinu. Ég er himinlifandi með að hafa unnið mótið og ég trúi þessu í raun ekki ennþá,“ sagði Ketill Guðlaugur Ágústsson, fyrirliði Víkings í samtali við heimasíðu mótsins í leikslok. „Við finnum varla fyrir fótunum okkar við erum svo þreyttir. Ég er gráti næst, þetta er svo frábær tilfinning," sagði fyrirliðinn enn fremur. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem veitti Víkingum sigurverðlaunin að leik loknum en sonur hans var á meðal þátttakenda á mótinu. Vikingur 1 won and was handed the trophy by the president of Iceland! #gothiacup #gothiacup2022— Gothia Cup (@Gothia_Cup) July 23, 2022 Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið. Þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á við Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar. Stjarnan 1 í flokki 14 ára stúlkna laut í lægra haldi fyrir Street Ball FC frá Vancouver í Kanada í úrslitaleik í þeim flokki. Stjarnan hafði borið sigurorð gegn þremur bandarískum liðum á leið sinni í úrslitin.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Íþróttir barna Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira