Heiðar hættir sem forstjóri Sýnar Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2022 09:34 Heiðar var ráðinn forstjóri Sýnar í apríl árið 2019. Vísir/Vilhelm Heiðar Guðjónsson hefur sagt upp sem forstjóri Sýnar og mun uppsögnin taka gildi fyrir lok þessa mánaðar. Heiðar gekk um helgina frá sölu á öllum 12,72 prósenta hlut sínum í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningum til Kauphallar. Sýn hf. á og rekur meðal annars fjarskiptafélagið Vodafone og fjölmiðlana Vísi, Stöð 2, Bylgjuna og tengda miðla. Innherji greinir frá því að Heiðar hafi selt á genginu 64 krónur á hlut og fengið tæplega 2,2 milljarða króna fyrir bréf sín. Í flöggun til Kauphallar kemur fram að Gavia Invest ehf. hafi í morgun gengið frá kaupum á rúmlega 40 milljónum hluta í Sýn hf. sem samsvarar um 14,95 prósentum bréfa í félaginu. Með kaupunum er félagið nú orðið stærsti hluthafi Sýnar. Jón Skaftason í forsvari fyrir hóp sem keypti hlutinn Jón Skaftason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Strengs, er í forsvari fyrir Gavia Invest og fer hann með hlut í fjárfestingafélaginu í gegnum Pordoi ehf. Einnig fara Jonathan R. Rubini og Mark Kroloff hjá First Alaskan Capital Partners LLC með hlut í Gavia Invest í gegnum E&S 101 ehf. ásamt Andra Gunnarssyni. Að lokum eru Reynir Grétarsson og Hákon Stefánsson með hlut í fjárfestingafélaginu í gegnum Info Capital ehf. Þetta kemur fram í flöggun til Kauphallar. Heiðar var ráðinn forstjóri fyrirtækisins árið 2019 og tók við af Stefáni Sigurðssyni. Heiðar gegndi áður formennsku í stjórn félagsins. Vísir er í eigu Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Vistaskipti Sýn Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Sjá meira
Sýn hf. á og rekur meðal annars fjarskiptafélagið Vodafone og fjölmiðlana Vísi, Stöð 2, Bylgjuna og tengda miðla. Innherji greinir frá því að Heiðar hafi selt á genginu 64 krónur á hlut og fengið tæplega 2,2 milljarða króna fyrir bréf sín. Í flöggun til Kauphallar kemur fram að Gavia Invest ehf. hafi í morgun gengið frá kaupum á rúmlega 40 milljónum hluta í Sýn hf. sem samsvarar um 14,95 prósentum bréfa í félaginu. Með kaupunum er félagið nú orðið stærsti hluthafi Sýnar. Jón Skaftason í forsvari fyrir hóp sem keypti hlutinn Jón Skaftason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Strengs, er í forsvari fyrir Gavia Invest og fer hann með hlut í fjárfestingafélaginu í gegnum Pordoi ehf. Einnig fara Jonathan R. Rubini og Mark Kroloff hjá First Alaskan Capital Partners LLC með hlut í Gavia Invest í gegnum E&S 101 ehf. ásamt Andra Gunnarssyni. Að lokum eru Reynir Grétarsson og Hákon Stefánsson með hlut í fjárfestingafélaginu í gegnum Info Capital ehf. Þetta kemur fram í flöggun til Kauphallar. Heiðar var ráðinn forstjóri fyrirtækisins árið 2019 og tók við af Stefáni Sigurðssyni. Heiðar gegndi áður formennsku í stjórn félagsins. Vísir er í eigu Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Vistaskipti Sýn Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Sjá meira