Lífið

Euro­vision verður í Bret­landi á næsta ári

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sam Ryder keppti fyrir Bretland í keppninni í ár og lenti í öðru sæti.
Sam Ryder keppti fyrir Bretland í keppninni í ár og lenti í öðru sæti. EBU

Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi.

Bretland endaði í öðru sæti í keppninni í ár með lagið Spaceman sem Sam Ryder söng og var því boðið að halda keppnina á næsta ári. EBU, Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, staðfesta þetta á heimasíðu sinni í dag.

Ekki er ljóst í hvaða borg keppnin fer fram en síðast þegar hún var haldin í Bretlandi, árið 1998, fór hún fram í National Indoor Arena í Birmingham. Þar á undan var hún haldin í Harrogate en sú keppni fór fram árið 1982.

Í tilkynningunni á heimasíðu EBU segir að Úkraína muni komast beint í úrslit keppninnar á næsta ári sem sigurvegarar, líkt og venjan er, þrátt fyrir að keppnin fari ekki fram þar í landi. Bretland er hluti af „stóru fimm löndunum“ og fer því beint í úrslit eins og öll ár ásamt Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og Spáni.

Þetta er í fimmta sinn sem Bretar taka það að sér að halda keppnina þrátt fyrir að hafa ekki sigrað hana árið áður.


Tengdar fréttir

Endan­lega stað­fest að Euro­vision verði ekki í Úkraínu

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.