Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að maðurinn hafi við björgun sonar síns misst fótanna og borist niður með ánni um fjögur- til fimm hundruð metra.
Mikil leit stóð yfir að manninum í gær en þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fann hann úr lofti rétt eftir klukkan fimm, síðdegis í gær. Hann var þá látinn. Drengurinn slapp án meiðsla. Fram kemur í tilkynningunni að áin á þessu svæði sé straumþung og mjög köld.
Fram kemur í tilkynningu lögreglu að hún vilji koma á framfæri þökkum til allra, bæði viðbragðsaðila og annarra vegfarenda sem komu að og aðstoðuðu í tengslum við slysið. Lögreglan haldi áfram að rannsaka málið.