Linfield vann fyrri leikinn 1-0 í Norður-Írlandi, Bodø/Glimt fer því áfram eftir samanlagðan 8-1 sigur. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodø/Glimt.
Norsku meistararnir voru búnir að jafna samanlagða stöðu í viðureigninni með marki strax á 7. mínútu frá Hugo Vetlesen. 14 mínútum síðar fékk Kirk Millar dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að handleika knöttinn innan vítateigs. Millar var sjálfur rekin af velli með rautt spjald en Victor Boniface skoraði úr vítaspyrnunni í kjölfarið og úrslitin í viðureigninni nánast ráðin.
Amahl Pellegrino bætti við öðru marki fyrir Bodø/Glimt áður en Alfons lagði upp mark fyrir Ulrik Saltnes á 29. mínútu leiksins og Bodø/Glimt var 4-0 yfir í hálfleik. Runar Espejord og Pellegrino bættu við sitthvoru markinu í upphafi síðari hálfleiks áður en það var komið af Alfons að skora á 73. mínútu.
Espejord bætti svo við áttunda og síðasta markinu tveimur mínútum fyrir leikslok og Bodø/Glimt fer áfram í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 8-1 stórsigur á Linfield.
Bodø/Glimt mun mæta sigurvegaranum í viðureign Malmö og Žalgiris í næstu umferð. Þau lið mætast seinna í kvöld.