Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2022 20:00 Heiðdís Dögg Eiríksdóttir er formaður Félags heyrnarlausra. aðsend Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. Í gær greindum við frá því að móðir heyrnarlauss drengs hefur kært leikskóla sonar síns til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem hún telur skólann ekki koma til móts við þarfir hans eins og lög gera ráð fyrir. Hún sagði að oft treysti hún sér ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Lög sett en síðan lítið gerst Formaður félags heyrnarlausra segir að fréttin hafi ekki komið á óvart þar sem þjónusta fyrir heyrnarlaus börn sé oft bágborin. Ellefu ár séu síðan lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmál voru sett á Alþingi en síðan þá hafi lítið sem ekkert gerst. „En síðan þá hefur engin aðgerðaráætlun fylgt og ekkert fjármagn fylgt með þannig það eru alls kyns hindranir í samfélaginu sem koma í veg fyrir að heyrnarlausir njóti jafnræðis miðað við aðra,“ sagði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Fjölskyldur gefist upp á þjónustuleysinu á Íslandi og flúið út Þá segir hún að bara á síðustu tveimur árum hafi að minnsta kosti þrjár fjölskyldur fundið sig knúnar til að flytja úr landi í leit að betri táknmálsþjónustu fyrir börn sín. Þrjár fjölskyldur, er það ekki hellingur miðað við þá sem eru heyrnarlausir á Íslandi, miðað við fjöldann? „Jú það er í rauninni mjög mikið. Þetta er mjög stór hluti og mikið skorið af íslenska táknmálssamfélaginu.“ Of dreifð ábyrgð Heiðdís segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt hér á landi og að ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifð. Ríkið hafi sett lögin og hvorki fjármagn né aðgerðarpakki fylgt. Sveitarfélögunum sé svo falið að meta þjónustuþörfina hverju sinni en þau séu misjafnlega vel í stakk búin til að veita sérþekkingu. Heiðdís vill að ríkið sjái alfarið um málaflokkinn því nú sé hætta á að heyrnarlausum börnum verði mismunað eftir búsetu. „Það er það og þekkingin er mismunandi á milli sveitarfélaga. Það er mikil áhætta sem því fylgir því börnin eiga öll rétt á þessari þjónustu sem krefst svo mikillar sérþekkingar.“ Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Í gær greindum við frá því að móðir heyrnarlauss drengs hefur kært leikskóla sonar síns til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem hún telur skólann ekki koma til móts við þarfir hans eins og lög gera ráð fyrir. Hún sagði að oft treysti hún sér ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Lög sett en síðan lítið gerst Formaður félags heyrnarlausra segir að fréttin hafi ekki komið á óvart þar sem þjónusta fyrir heyrnarlaus börn sé oft bágborin. Ellefu ár séu síðan lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmál voru sett á Alþingi en síðan þá hafi lítið sem ekkert gerst. „En síðan þá hefur engin aðgerðaráætlun fylgt og ekkert fjármagn fylgt með þannig það eru alls kyns hindranir í samfélaginu sem koma í veg fyrir að heyrnarlausir njóti jafnræðis miðað við aðra,“ sagði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Fjölskyldur gefist upp á þjónustuleysinu á Íslandi og flúið út Þá segir hún að bara á síðustu tveimur árum hafi að minnsta kosti þrjár fjölskyldur fundið sig knúnar til að flytja úr landi í leit að betri táknmálsþjónustu fyrir börn sín. Þrjár fjölskyldur, er það ekki hellingur miðað við þá sem eru heyrnarlausir á Íslandi, miðað við fjöldann? „Jú það er í rauninni mjög mikið. Þetta er mjög stór hluti og mikið skorið af íslenska táknmálssamfélaginu.“ Of dreifð ábyrgð Heiðdís segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt hér á landi og að ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifð. Ríkið hafi sett lögin og hvorki fjármagn né aðgerðarpakki fylgt. Sveitarfélögunum sé svo falið að meta þjónustuþörfina hverju sinni en þau séu misjafnlega vel í stakk búin til að veita sérþekkingu. Heiðdís vill að ríkið sjái alfarið um málaflokkinn því nú sé hætta á að heyrnarlausum börnum verði mismunað eftir búsetu. „Það er það og þekkingin er mismunandi á milli sveitarfélaga. Það er mikil áhætta sem því fylgir því börnin eiga öll rétt á þessari þjónustu sem krefst svo mikillar sérþekkingar.“
Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00