Katarliðið í furðulegum sex mánaða æfingabúðum fyrir HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 13:30 Katar heldur heimsmeistarakeppnina í fótbolta í nóvember og desember á þessu ári og liðið þeirra mætir vel undirbúið til leiks. Getty/Nicola Sua Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar seinna á þessu ári og þetta verður stórfurðuleg heimsmeistarakeppni sem klárast rétt fyrir jól. Katar er fyrsta múslimaþjóðin í Austurlöndum nær sem heldur þetta risamót en það þýddi að færa þurfti mótið af heitasta tímanum. Mótið fer því ekki fram um sumar heldur í nóvember og desember þar sem hitinn er bærilegri. Það er ekki bara leiktíminn og leikstaðurinn sem er furðulegur heldur verður undirbúningur heimamanna einnig að teljast það líka. Qatar World Cup 2022: National team's six-month training camp 'strange' https://t.co/fofgAF55Ae— BBC Football News (@BBCFoot) July 28, 2022 Katarbúar kölluðu saman 27 manna hóp í síðasta mánuði og hann mun æfa saman og spila æfingarleiki allt fram að móti. Sex mánaða æfingabúðir takk fyrir. Fyrsti leikur Katar á heimsmeistaramótinu er á móti Ekvador 21. nóvember. Katar byrjaði æfingar sínar á Spáni en fluttu sig síðan yfir til Austurríki þar sem liðið mun taka þátt í fjögurra þjóða æfingamóti með Marokkó, Gana og Jamaíka. „Hugmyndin er ekki algjörlega út í hött en þetta er samt mjög furðulegt,“ er haft eftir ónefndum leikmanni breska ríkisútvarpsins úr katörsku deildinni. "It is a strange thing to do."By the time the @FIFAWorldCup starts on 21 November, Qatar's national team will have been in a training camp for SIX months.Not everyone in the @QSL_EN agrees with the plan: https://t.co/V01WwCWxzg #WorldCup2022 pic.twitter.com/P9gT36bVAM— Shamoon Hafez (@ShamoonHafez) July 28, 2022 „Þetta er bara of langur tími. Þeir hefðu átt að gera þetta á styttri tíma. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn andlega að taka þá út úr keppnisleikjum liða sinna,“ sagði sá sami. „Það er erfitt að vera svona lengi saman. Leikmennirnir gætu brunnið út andlega og þeir ættu að stytta þessar æfingarbúðir sínar,“ sagði viðmælandi BBC Sport. Fyrir tuttugu árum síðan þá fór lið Suður-Kóreu í fimm mánaða æfingabúðir fyrir HM á heimavelli þar sem liðið endaði á að komast alla leið í undanúrslitin Á dagskrá hjá Katar er að fara vel yfir taktík og leikskipulag auk þess að þétta hópinn. Auk leiksins á móti Ekvador þá mætir Katar einnig liðum Senegal (25. nóvember) og Hollands (29. nóvember) í riðli sínum á HM. HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Katar er fyrsta múslimaþjóðin í Austurlöndum nær sem heldur þetta risamót en það þýddi að færa þurfti mótið af heitasta tímanum. Mótið fer því ekki fram um sumar heldur í nóvember og desember þar sem hitinn er bærilegri. Það er ekki bara leiktíminn og leikstaðurinn sem er furðulegur heldur verður undirbúningur heimamanna einnig að teljast það líka. Qatar World Cup 2022: National team's six-month training camp 'strange' https://t.co/fofgAF55Ae— BBC Football News (@BBCFoot) July 28, 2022 Katarbúar kölluðu saman 27 manna hóp í síðasta mánuði og hann mun æfa saman og spila æfingarleiki allt fram að móti. Sex mánaða æfingabúðir takk fyrir. Fyrsti leikur Katar á heimsmeistaramótinu er á móti Ekvador 21. nóvember. Katar byrjaði æfingar sínar á Spáni en fluttu sig síðan yfir til Austurríki þar sem liðið mun taka þátt í fjögurra þjóða æfingamóti með Marokkó, Gana og Jamaíka. „Hugmyndin er ekki algjörlega út í hött en þetta er samt mjög furðulegt,“ er haft eftir ónefndum leikmanni breska ríkisútvarpsins úr katörsku deildinni. "It is a strange thing to do."By the time the @FIFAWorldCup starts on 21 November, Qatar's national team will have been in a training camp for SIX months.Not everyone in the @QSL_EN agrees with the plan: https://t.co/V01WwCWxzg #WorldCup2022 pic.twitter.com/P9gT36bVAM— Shamoon Hafez (@ShamoonHafez) July 28, 2022 „Þetta er bara of langur tími. Þeir hefðu átt að gera þetta á styttri tíma. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn andlega að taka þá út úr keppnisleikjum liða sinna,“ sagði sá sami. „Það er erfitt að vera svona lengi saman. Leikmennirnir gætu brunnið út andlega og þeir ættu að stytta þessar æfingarbúðir sínar,“ sagði viðmælandi BBC Sport. Fyrir tuttugu árum síðan þá fór lið Suður-Kóreu í fimm mánaða æfingabúðir fyrir HM á heimavelli þar sem liðið endaði á að komast alla leið í undanúrslitin Á dagskrá hjá Katar er að fara vel yfir taktík og leikskipulag auk þess að þétta hópinn. Auk leiksins á móti Ekvador þá mætir Katar einnig liðum Senegal (25. nóvember) og Hollands (29. nóvember) í riðli sínum á HM.
HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira