Katarliðið í furðulegum sex mánaða æfingabúðum fyrir HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 13:30 Katar heldur heimsmeistarakeppnina í fótbolta í nóvember og desember á þessu ári og liðið þeirra mætir vel undirbúið til leiks. Getty/Nicola Sua Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar seinna á þessu ári og þetta verður stórfurðuleg heimsmeistarakeppni sem klárast rétt fyrir jól. Katar er fyrsta múslimaþjóðin í Austurlöndum nær sem heldur þetta risamót en það þýddi að færa þurfti mótið af heitasta tímanum. Mótið fer því ekki fram um sumar heldur í nóvember og desember þar sem hitinn er bærilegri. Það er ekki bara leiktíminn og leikstaðurinn sem er furðulegur heldur verður undirbúningur heimamanna einnig að teljast það líka. Qatar World Cup 2022: National team's six-month training camp 'strange' https://t.co/fofgAF55Ae— BBC Football News (@BBCFoot) July 28, 2022 Katarbúar kölluðu saman 27 manna hóp í síðasta mánuði og hann mun æfa saman og spila æfingarleiki allt fram að móti. Sex mánaða æfingabúðir takk fyrir. Fyrsti leikur Katar á heimsmeistaramótinu er á móti Ekvador 21. nóvember. Katar byrjaði æfingar sínar á Spáni en fluttu sig síðan yfir til Austurríki þar sem liðið mun taka þátt í fjögurra þjóða æfingamóti með Marokkó, Gana og Jamaíka. „Hugmyndin er ekki algjörlega út í hött en þetta er samt mjög furðulegt,“ er haft eftir ónefndum leikmanni breska ríkisútvarpsins úr katörsku deildinni. "It is a strange thing to do."By the time the @FIFAWorldCup starts on 21 November, Qatar's national team will have been in a training camp for SIX months.Not everyone in the @QSL_EN agrees with the plan: https://t.co/V01WwCWxzg #WorldCup2022 pic.twitter.com/P9gT36bVAM— Shamoon Hafez (@ShamoonHafez) July 28, 2022 „Þetta er bara of langur tími. Þeir hefðu átt að gera þetta á styttri tíma. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn andlega að taka þá út úr keppnisleikjum liða sinna,“ sagði sá sami. „Það er erfitt að vera svona lengi saman. Leikmennirnir gætu brunnið út andlega og þeir ættu að stytta þessar æfingarbúðir sínar,“ sagði viðmælandi BBC Sport. Fyrir tuttugu árum síðan þá fór lið Suður-Kóreu í fimm mánaða æfingabúðir fyrir HM á heimavelli þar sem liðið endaði á að komast alla leið í undanúrslitin Á dagskrá hjá Katar er að fara vel yfir taktík og leikskipulag auk þess að þétta hópinn. Auk leiksins á móti Ekvador þá mætir Katar einnig liðum Senegal (25. nóvember) og Hollands (29. nóvember) í riðli sínum á HM. HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Katar er fyrsta múslimaþjóðin í Austurlöndum nær sem heldur þetta risamót en það þýddi að færa þurfti mótið af heitasta tímanum. Mótið fer því ekki fram um sumar heldur í nóvember og desember þar sem hitinn er bærilegri. Það er ekki bara leiktíminn og leikstaðurinn sem er furðulegur heldur verður undirbúningur heimamanna einnig að teljast það líka. Qatar World Cup 2022: National team's six-month training camp 'strange' https://t.co/fofgAF55Ae— BBC Football News (@BBCFoot) July 28, 2022 Katarbúar kölluðu saman 27 manna hóp í síðasta mánuði og hann mun æfa saman og spila æfingarleiki allt fram að móti. Sex mánaða æfingabúðir takk fyrir. Fyrsti leikur Katar á heimsmeistaramótinu er á móti Ekvador 21. nóvember. Katar byrjaði æfingar sínar á Spáni en fluttu sig síðan yfir til Austurríki þar sem liðið mun taka þátt í fjögurra þjóða æfingamóti með Marokkó, Gana og Jamaíka. „Hugmyndin er ekki algjörlega út í hött en þetta er samt mjög furðulegt,“ er haft eftir ónefndum leikmanni breska ríkisútvarpsins úr katörsku deildinni. "It is a strange thing to do."By the time the @FIFAWorldCup starts on 21 November, Qatar's national team will have been in a training camp for SIX months.Not everyone in the @QSL_EN agrees with the plan: https://t.co/V01WwCWxzg #WorldCup2022 pic.twitter.com/P9gT36bVAM— Shamoon Hafez (@ShamoonHafez) July 28, 2022 „Þetta er bara of langur tími. Þeir hefðu átt að gera þetta á styttri tíma. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn andlega að taka þá út úr keppnisleikjum liða sinna,“ sagði sá sami. „Það er erfitt að vera svona lengi saman. Leikmennirnir gætu brunnið út andlega og þeir ættu að stytta þessar æfingarbúðir sínar,“ sagði viðmælandi BBC Sport. Fyrir tuttugu árum síðan þá fór lið Suður-Kóreu í fimm mánaða æfingabúðir fyrir HM á heimavelli þar sem liðið endaði á að komast alla leið í undanúrslitin Á dagskrá hjá Katar er að fara vel yfir taktík og leikskipulag auk þess að þétta hópinn. Auk leiksins á móti Ekvador þá mætir Katar einnig liðum Senegal (25. nóvember) og Hollands (29. nóvember) í riðli sínum á HM.
HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira