Gjörbreyttur leikstíll Burnley undir stjórn Kompany Arnar Geir Halldórsson skrifar 30. júlí 2022 11:30 Kompany ræðir við aðstoðarmann sinn, Craig Bellamy, á hliðarlínunni í gærkvöldi. vísir/Getty Burnley hóf leik í ensku B-deildinni í fótbolta í gærkvöldi eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni síðastliðið vor. Ian Maatsen gerði eina mark Burnley í 0-1 sigri á Huddersfield en um var að ræða opnunarleik ensku B-deildarinnar þar sem boltinn heldur áfram að rúlla í dag. Manchester City goðsögnin Vincent Kompany tók við stjórnartaumunum hjá Burnley í sumar og ef marka má spilamennsku liðsins í frumraun Belgans hefur hann gert stórfelldar breytingar á leikstíl liðsins. Jóhann Berg Guðmundsson er á mála hjá Burnley en hann var ekki með vegna meiðsla í gær. Hann virtist verulega ánægður með spilamennsku liðsins. That was extremely enjoyable — Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) July 29, 2022 Burnley hefur verið þekkt fyrir að leggjast lágt á völlinn undanfarin ár og spilaði liðið oft á tíðum magnaðan varnarleik undir stjórn Sean Dyche í ensku úrvalsdeildinni. Allt annað var upp á teningnum í leiknum í gær þar sem Burnley spilaði nýmóðins fótbolta. Tölfræðin úr leiknum sýnir það glögglega og er eitthvað sem stuðningsmenn Burnley hafa ekki séð í langan tíma. Liðið var með boltann 70% af leiktímanum en meðaltal liðsins með boltann á síðustu leiktíð var tæp 40% og var Burnley það lið sem var minnst með boltann í úrvalsdeildinni. Burnley completed 507 passes in their first league game under Vincent Kompany, equivalent to 5.9% of their 2021/22 Premier League season total. pic.twitter.com/1Oq0v5bpAe— Squawka (@Squawka) July 29, 2022 Leikmenn liðsins tengdu saman 507 sendingar í gærkvöldi en meðaltal liðsins í fyrra voru 324 sendingar í leik. Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Ian Maatsen gerði eina mark Burnley í 0-1 sigri á Huddersfield en um var að ræða opnunarleik ensku B-deildarinnar þar sem boltinn heldur áfram að rúlla í dag. Manchester City goðsögnin Vincent Kompany tók við stjórnartaumunum hjá Burnley í sumar og ef marka má spilamennsku liðsins í frumraun Belgans hefur hann gert stórfelldar breytingar á leikstíl liðsins. Jóhann Berg Guðmundsson er á mála hjá Burnley en hann var ekki með vegna meiðsla í gær. Hann virtist verulega ánægður með spilamennsku liðsins. That was extremely enjoyable — Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) July 29, 2022 Burnley hefur verið þekkt fyrir að leggjast lágt á völlinn undanfarin ár og spilaði liðið oft á tíðum magnaðan varnarleik undir stjórn Sean Dyche í ensku úrvalsdeildinni. Allt annað var upp á teningnum í leiknum í gær þar sem Burnley spilaði nýmóðins fótbolta. Tölfræðin úr leiknum sýnir það glögglega og er eitthvað sem stuðningsmenn Burnley hafa ekki séð í langan tíma. Liðið var með boltann 70% af leiktímanum en meðaltal liðsins með boltann á síðustu leiktíð var tæp 40% og var Burnley það lið sem var minnst með boltann í úrvalsdeildinni. Burnley completed 507 passes in their first league game under Vincent Kompany, equivalent to 5.9% of their 2021/22 Premier League season total. pic.twitter.com/1Oq0v5bpAe— Squawka (@Squawka) July 29, 2022 Leikmenn liðsins tengdu saman 507 sendingar í gærkvöldi en meðaltal liðsins í fyrra voru 324 sendingar í leik.
Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira