Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2022 00:03 Fangelsið og allt sem var þar inni er rústir einar eftir árásina á fangelsið. Rúm og menn orðin að ösku. AP Stríðsfangelsi í bænum Olenivka í Donetsk-héraði sem er á valdi Rússa varð fyrir loftárás á föstudag með þeim afleiðingum að 53 úkraínskir stríðsfangar létust og 75 særðust. Rauði krossinn segir yfirvöld ekki enn hafa orðið við beiðni samtakanna um að heimsækja fangelsið. Ljósmyndir af fangelsinu utan frá. Skemmdirnar virðast ekki svo miklar séð utan frá en fyrir innan blasir við hryllileg eyðilegging.AP Rauði krossinn hefur séð um að skipuleggja brottflutning almennra borgara frá stríðshrjáðum svæðum eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Samtökin hafa einnig fylgst með meðferð á stríðsföngum í vörslu landanna tveggja og núna hafa þau óskað eftir aðgangi að fangelsinu í Olenivka til að „meta heilsu og ásigkomulag alls fólksins sem var á staðnum þegar árásin átti sér stað.“ Hins vegar sé ekki enn búið að verða við beiðni þeirra um aðgang að fangelsinu. Samtökin segja að þau hafi í forgangi að tryggja að hinir særðu hljóti aðhlynningu og að gengið verði frá líkömum þeirra sem misstu lífið á mannsæmandi hátt. Í færslu sem samtökin birtu á Twitter segja þau að samkvæmt Genfarsáttmálanum sé það skylda stríðandi landa að gefa Rauða krossinum aðgang að stríðsföngum. All prisoners of war, wherever they are held, are protected under international humanitarian law. They are no longer part of the fight and should not be attacked. We've been able to visit some POWs and other detainees, but we haven't been granted access to visit them all.— ICRC (@ICRC) July 29, 2022 „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Eftir árásina á fangelsið skiptust Rússar og Úkraínumenn á að saka hvor aðra um að bera ábyrgð á árásinni. Zelenskyy tekur sjálfu af sér með særðum hermanni í Ódesa.AP Báðar þjóðir hafa haldið því fram að árásin hefði verið framin til að geta sakað Úkraínumenn um stríðsglæpi ásamt því að þagga niður í úkraínskum föngum og eyða sönnunargögnum. Úkraínumenn segja Rússa hafa framið árásina til að hylma yfir pyntingar og aftökur á úkraínskum föngum. Vólódímír Zelenskyy, Úkraínuforseti, sagði árásina vera stríðsglæp framinn af ásettu ráði og kallaði eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Einnig kallaði hann eftir því að Rússland yrði gert að yfirlýstu hryðjuverkaríki. „Þetta var rússneskur stríðsglæpur framinn af ásettu ráði, fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum framið af ásettu ráði,“ sagði Zelenskyy um árásina. Í frétt Reuters hafa mannslíkamar innan úr fangelsinu verið hulnir.reuters Jafnframt sagði hann að fordæming á árásinni á formi pólitísks orðagjálfurs væri ekki „fullnægjandi fyrir þetta fjöldamorð.“ Segja árásina ögrun Úkraínumanna Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur aftur á móti haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á árásinni og að þeir hafi notast við flugskeyti frá Bandaríkjamönnum. Fulltrúi varnarmálaráðuneytisins lýsti árásinni sem „blóðugri ögrun“ í yfirlýsingu. Rannsakendur skoða lík stríðsfanganna eftir árásina á fangelsið.AP Yfirvöld aðskilnaðarsinna í Donetsk og rússneskir fulltrúar segja að 53 stríðsfangar hafi látist í árásinni og 75 stríðsfangar hafi særst. Varnarmálaráðuneytið birti tilkynningu á laugardag þar sem það birti nöfn 48 fanga sem þau telja sig hafa borið kennsl á. Einnig lýsti ráðuneytið því yfir að á meðal látnu fanganna væru liðsmenn Azov-herdeildarinnar sem tóku þátt í að verja Azov-stálverksmiðjuna í Mariupol. Rússar hafa ítrekað haldið því fram að herdeildin sé skipuð nýnasistum og nú síðast í dag birti varnarmálaráðuneytið færslu á Twitter þar sem kom fram að hermenn deildarinnar ættu skilið að vera hengdir. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Ljósmyndir af fangelsinu utan frá. Skemmdirnar virðast ekki svo miklar séð utan frá en fyrir innan blasir við hryllileg eyðilegging.AP Rauði krossinn hefur séð um að skipuleggja brottflutning almennra borgara frá stríðshrjáðum svæðum eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Samtökin hafa einnig fylgst með meðferð á stríðsföngum í vörslu landanna tveggja og núna hafa þau óskað eftir aðgangi að fangelsinu í Olenivka til að „meta heilsu og ásigkomulag alls fólksins sem var á staðnum þegar árásin átti sér stað.“ Hins vegar sé ekki enn búið að verða við beiðni þeirra um aðgang að fangelsinu. Samtökin segja að þau hafi í forgangi að tryggja að hinir særðu hljóti aðhlynningu og að gengið verði frá líkömum þeirra sem misstu lífið á mannsæmandi hátt. Í færslu sem samtökin birtu á Twitter segja þau að samkvæmt Genfarsáttmálanum sé það skylda stríðandi landa að gefa Rauða krossinum aðgang að stríðsföngum. All prisoners of war, wherever they are held, are protected under international humanitarian law. They are no longer part of the fight and should not be attacked. We've been able to visit some POWs and other detainees, but we haven't been granted access to visit them all.— ICRC (@ICRC) July 29, 2022 „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Eftir árásina á fangelsið skiptust Rússar og Úkraínumenn á að saka hvor aðra um að bera ábyrgð á árásinni. Zelenskyy tekur sjálfu af sér með særðum hermanni í Ódesa.AP Báðar þjóðir hafa haldið því fram að árásin hefði verið framin til að geta sakað Úkraínumenn um stríðsglæpi ásamt því að þagga niður í úkraínskum föngum og eyða sönnunargögnum. Úkraínumenn segja Rússa hafa framið árásina til að hylma yfir pyntingar og aftökur á úkraínskum föngum. Vólódímír Zelenskyy, Úkraínuforseti, sagði árásina vera stríðsglæp framinn af ásettu ráði og kallaði eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Einnig kallaði hann eftir því að Rússland yrði gert að yfirlýstu hryðjuverkaríki. „Þetta var rússneskur stríðsglæpur framinn af ásettu ráði, fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum framið af ásettu ráði,“ sagði Zelenskyy um árásina. Í frétt Reuters hafa mannslíkamar innan úr fangelsinu verið hulnir.reuters Jafnframt sagði hann að fordæming á árásinni á formi pólitísks orðagjálfurs væri ekki „fullnægjandi fyrir þetta fjöldamorð.“ Segja árásina ögrun Úkraínumanna Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur aftur á móti haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á árásinni og að þeir hafi notast við flugskeyti frá Bandaríkjamönnum. Fulltrúi varnarmálaráðuneytisins lýsti árásinni sem „blóðugri ögrun“ í yfirlýsingu. Rannsakendur skoða lík stríðsfanganna eftir árásina á fangelsið.AP Yfirvöld aðskilnaðarsinna í Donetsk og rússneskir fulltrúar segja að 53 stríðsfangar hafi látist í árásinni og 75 stríðsfangar hafi særst. Varnarmálaráðuneytið birti tilkynningu á laugardag þar sem það birti nöfn 48 fanga sem þau telja sig hafa borið kennsl á. Einnig lýsti ráðuneytið því yfir að á meðal látnu fanganna væru liðsmenn Azov-herdeildarinnar sem tóku þátt í að verja Azov-stálverksmiðjuna í Mariupol. Rússar hafa ítrekað haldið því fram að herdeildin sé skipuð nýnasistum og nú síðast í dag birti varnarmálaráðuneytið færslu á Twitter þar sem kom fram að hermenn deildarinnar ættu skilið að vera hengdir.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
„Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51